Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 36

Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 36
ELÍAS EYVINDSSON, læknir: BLÓÐFLUTNINGUR Inngangur. Sú var tíðin, að litið var á blóðgjöf til sjúklings sem síðustu tilraun til þess að bjarga lífi hans, og því ekki notuð nema í neyð, eftir að öll önnur hugsanleg ráð höfðu brugðizt. Á þessu hefur orðið geysileg breyting á síðustu árum, því að nú eru blóðgjafirnar orðnar svo veigamikill þáttur í meðferð sjúklinga, að það er óhjákvæmilegt að skapa þær aðstæður, að ávallt sé nægilegt blóð fyrir hendi handa þeim, er þess þarfnast. Því aðeins að þetta sé gert, getur meðferð slíkra sjúklinga talizt fullnægjandi. Til þess að aðstæður sem þessar geti skapazt, þarf samstarf heil- brigðisyfirvalda, starfandi lækna og alls almennings, og er hlutur almennings þeirra veigamestur, því að þaðan kemur blóðið, sem notað er. Þess verður líka oft vart, að almenningi er ljós nauðsyn blóðgjafa, því að það er alls ekki sjaldgæft, að ættingjar eða vinir sjúklinga minnist á það að fyrra bragði, hvort ekki muni nauðsynlegt að gefa blóð, bregðist vel við og láti fúslega taka sér blóð, ef þess er álitin þörf. Með tilliti til þess, hve hlutverk almennings í blóðgjöf- um er veigamikið, er fyllsta ástæða til þess að skýra málið eftir föngum, því að þeim mun betri sem skiln- ingurinn er á nauðsyn þess, því betri og almennari verða undirtektirnar, þegar blóðs er vant. 130 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.