Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 36
ELÍAS EYVINDSSON,
læknir:
BLÓÐFLUTNINGUR
Inngangur.
Sú var tíðin, að litið var á blóðgjöf til sjúklings sem
síðustu tilraun til þess að bjarga lífi hans, og því ekki
notuð nema í neyð, eftir að öll önnur hugsanleg ráð höfðu
brugðizt.
Á þessu hefur orðið geysileg breyting á síðustu árum,
því að nú eru blóðgjafirnar orðnar svo veigamikill þáttur
í meðferð sjúklinga, að það er óhjákvæmilegt að skapa
þær aðstæður, að ávallt sé nægilegt blóð fyrir hendi handa
þeim, er þess þarfnast. Því aðeins að þetta sé gert, getur
meðferð slíkra sjúklinga talizt fullnægjandi. Til þess að
aðstæður sem þessar geti skapazt, þarf samstarf heil-
brigðisyfirvalda, starfandi lækna og alls almennings, og
er hlutur almennings þeirra veigamestur, því að þaðan
kemur blóðið, sem notað er. Þess verður líka oft vart, að
almenningi er ljós nauðsyn blóðgjafa, því að það er alls
ekki sjaldgæft, að ættingjar eða vinir sjúklinga minnist
á það að fyrra bragði, hvort ekki muni nauðsynlegt að
gefa blóð, bregðist vel við og láti fúslega taka sér blóð,
ef þess er álitin þörf.
Með tilliti til þess, hve hlutverk almennings í blóðgjöf-
um er veigamikið, er fyllsta ástæða til þess að skýra
málið eftir föngum, því að þeim mun betri sem skiln-
ingurinn er á nauðsyn þess, því betri og almennari verða
undirtektirnar, þegar blóðs er vant.
130
Heilbrigt líf