Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 40
getur myndazt hjá þeim, sem eru rhesus-neikvæðir og
verða fyrir áhrifum hans. Þetta skeður á tvennan hátt,
í fyrsta lagi, er rhesus-neikvæður maður fær rhesus-já-
kvætt blóð, og í öðru lagi, er rhesus-neikvæð kona gengur
með rhesus-jákvætt fóstur.
Áhugi almennings fyrir rhesus-faktornum á fyrst og
fremst rót sína að rekja til þess, að það hefur komið á
daginn, að rhesus-munur milli hjóna getur leitt til blóð-
sjúkdóms hjá afkvæmi þeirra og stundum dauða þess —
og er fyrrnefnd mótefnamyndun aðalorsökin.
Skömmu eftir að þeir Landsteiner og Wiener birtu
grein sína um rhesus-faktorinn, komu þeir Levine og sam-
verkamenn hans fram með þá tilgátu, sem síðar staðfest-
ist, að blóðsjúkdómur, sem stundum sést hjá nýfæddum
börnum og lýsir sér meðal annars með mikilli gulu, blóð-
leysi og stundum dauða, stafaði af rhesus-mun milli for-
eldra barnsins.
Skýringin var sú, að faðirinn er rhesus-jákvæður, en
móðirin rhesus-neikvæð, barnið erfir rhesus-faktorinn frá
föður sínum, svo að útkoman verður, að rhesus-neikvæð
kona gengur með rhesus-jákvætt fóstur. Fyrir áhrif
rhesus-faktors fóstursins myndar nú móðirin mótefni.
Þau gera móðurinni ekkert mein, því að hún hefur engan
rhesus-faktor í sínu blóði, en fóstrið, sem hefur hann,
verður fyrir áhrifum þeirra, sem birtast í fyrrnefndum
blóðsjúkdómi.
Það hefur viljað bera við, þar sem óheppilega hefur
verið haldið á upplýsingum fyrir almenning um þessi mál,
að hjón, sem hafa þennan rhesus-mun, hafa orðið óþarf-
lega uggandi um afkvæmi sín.
Þar sem 85% eru rhesus-jákvæðir og 15% rhesus-nei-
kvæðir, er óhjákvæmilegt, að nokkur hluti hjóna séu ekki
af sama rhesus-flokki, og við nánari athugun kemur í
134
Heilbrigt lif