Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 44

Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 44
kallaðir nema í brýnustu nauðsyn. I öðru lagi fer alltaf talsverður tími í að ná blóðinu, það þarf að komast í samband við mennina, annaðhvort heima eða á vinnu- stað, og enda þótt þeir komi eins fljótt og mögulegt er, fer alltaf nokkur tími í að komast á spítalann og taka blóðið. Á þennan hátt getur oft tapast dýrmætur tími, sem getur, ef verulega illa stendur á, riðið á lífi sjúklingsins. BlóSbankar. Eina fyrirkomulagið, sem leysir þennan vanda á við- unandi hátt, er blóðbanki. Hann gerir það á þann hátt að hafa ávallt nægilegar birgðir af öllum blóðflokkum tilbúið til notkunar fyrirvaralaust. Hin geysilega fjölgun og útbreiðsla blóðbankanna á síðustu árum er í sjálfu sér nægileg sönnun fyrir nauðsyn þeirra. Fyrsti blóð- bankinn í Bandaríkjunum var stofnaður við Cook County Hospital í Chicago árið 1938, en athugun, sem gerð var 1950, leiddi í ljós, að þá voru alls 1648 blóðbankar í Bandaríkjunum í 951 borg. Af þessum fjölda voru 1571 spítalablóðbanki, 46, sem unnu án beins sambands við ákveðna spítala, og 31, sem Rauði krossinn rak. Lengi vel voru blóðgjafir framkvæmdar með því að dæla blóðinu beint úr þeim, sem gaf, í þann, sem fékk það, svonefnd bein blóðgjöf. Það, sem kalla mætti óbeina blóð- gjöf, er í því fólgið að taka blóðið í flösku eða annað þar til gert ílát og gefa sjúklingunum það síðar, en til þess að þetta sé mögulegt, þarf að blanda blóðið efni, sem hindrar storknun þess. Efni það, sem nú er notað (natri- um citrat), var fyrst notað af Agote í Buenos Aires og Levinsohn í Bandaríkjunum árið 1915, en þar með opn- aðist leiðin til frekari geymslu á blóðinu. Blandað þessu efni einu saman sýndi það sig þó, að blóðið var ekki hæft til neinnar verulegrar geymslu, en þurfti að gefast strax eða mjög fljótlega eftir tökuna, 138 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.