Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 49
gerðu þetta. Þeir komu oft langar leiðir að í ailstórum
hópum með prestum sínum, og var mjög ánægjulegt að
afgreiða þetta fólk, því að það virtist ríkja einhver sér-
stakur áhugi meðal þess, enda var þetta sjálfsagt eina
leið margra þeirra til að styrkja söfnuð sinn fjárhags-
lega. Samtök sem þessi leggja líka oft inn blóð til afnota
handa meðlimum, ef þeir skyldu einhvern tíma þarfn-
ast þess.
Bankinn hefur þær skyldur gagnvart blóðgjöfum að
líta eftir því, að þeir þoli að gefa blóð heilsu sinnar vegna.
Það er álitið, að fullhraustur maður geti sér að skað-
lausu gefið blóð fjórum til sex sinnum á ári. Það eru
líka ákveðnar kröfur um heilsufar, sem bankinn gerir.
Blóðgjafar mega ekki hafa malaríu, syphilis eða hafa haft
gulu, sem stafar af lifrarbólgu. Þeir mega ekki hafa
asthma, heymæði eða þjást af ofnæmi, berklaveiki, sykur-
sýki eða of háum blóðþrýstingi. Þeir eiga að vera á aldr-
inum 18—60 ára og hafa að minnsta kosti 80% blóð.
Vanfærar konur eða þær, sem alið hafa barn innan
níu mánaða, skyldu ekki gefa blóð. Einnig er æskilegt,
að blóðgjafi hafi ekki neytt neinnar fitu nokkrum klukku-
stundum fyrir blóðgjöfina.
Fyrir hverja blóðgjöf skyldi mæla blóð og blóðþrýst-
ing blóðgjafans, en láta hann ganga í gegnum nákvæma
læknisskoðun einu sinni á ári. Til þess að þeir nái sér
betur og blóð þeirra jafni sig fyrr milli blóðgjafa, hafa
margir bankar það fyrir reglu að gefa þeim blóðaukandi
lyf eftir hverja blóðtöku.
Að lokum vona ég, að þeir, sem lesa þessar línur, verði
nokkru fróðari um þetta málefni og það megi verða
til betri og almennari skilnings á nauðsyn þess, því að
blóðbankastarfsemi er að miklu leyti undir áhuga almenn-
ings og samvinnu við hann komin.
Heilbrigt líf
143