Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 52

Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 52
einkum á rúmbotninn að vera fastur og stinnur, svo að hann láti ekki um of undan þunga sjúklingsins. Strax og sótthiti fellur og lamanir koma í ljós, venju- lega í lok fyrstu viku sjúkdómsins, verður að búa um hina lömuðu vöðva eins vel og unnt er, svo sem áður er getið. Sérfróðir læknar telja þetta mjög þýðingarmikið fyrir endurnýjunarmátt hins sjúka vöðva eða vöðvasvæðis, svo að lamaðir vöðvar geti aftur náð eðlilegum kraí'ti og spennu. En á hinn bóginn ber að forðast eins og unnt er, að veiklaður (paretiskur) eða lamaður vöðvi togni um of. Slíkt getur orðið til þess, að smárifur komi í vöðvann, og þó að þær grói síðar meir með örvef, seinkar það bata. Einnig verður að hafa í huga, að herpingur (contractura) getur myndazt í vöðva og gera nauðsynlegar ráðstafanir gegn því. Næst verður reynt að gera grein fyrir, hvernig heppi- legast er talið að búa um ýmsa hluta líkamans, ef þeir hafa lamazt. Séu t. d. einkenni um lamanir á axlar- eða upphandleggsvöðvum, er ráðlegast að búa um handlegg og öxl þannig, að sem minnst togni á þeim vöðvum, sem lykja um öxl, herðablað og handlegg. Talið er bezt, að upphandleggur sé lagður í 70 gráðu útfærslu (abductio) í axlarlið, um 20 gráðu beygju fram á við og hvíli mitt á milli inn- og útsnúnings. Ef upphandleggur er færður of mikið út á við, færist herðablaðshornið út og upp. Sé einhver af axlarvöðv- unum lamaður að nokkru leyti, tognar um of á honum og þar með er hætt við, að sá vöðvi skemmist, ennfremur getur hæglega myndazt herpingur í efri hluta sjalvöðvans í slíkri stöðu. En sé neðri hluti sjalvöðvans lamaður, tognar of mikið á þeim hluta vöðvans, svo að hann bilar, en við það minnkar snúningshæfni herðablaðs. Ef vissir vöðvar, sem hreyfa upphandlegg, svo sem sjal- 146 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.