Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 55
Að mánuði liðnum frá því að sjúklingur veiktist, má
i'eyna að láta hann sitja uppi, en hafa verður í huga,
hvort einkenna frá höfði gætir mikið. Eftir því fer meðal
annars, hversu mikið sjúklingur má reyna á sig. Heppi-
legast er talið að láta sjúklinginn sitja uppi í hálftíma í
fyrstu, en lengja tímann síðan smám saman, ef ekki ber
á vanlíðan.
Þegar sjúklingur fer að sitja uppi, þarf að gá vel að,
hvort hryggskekkja kemur í ljós. Sé svo, verður þegar í
stað að hindra slíkt eins og unnt er, og þá helzt með þar
til gerðum bol eða belti úr stinnu efni.
Hafi kviðvöðvar lamazt, þenst kviðurinn út vegna þrýst-
ings innan frá. Gegn slíku verður að sporna með belti.
Geti sjúklingur ekki beygt fætur, þarf að skjóta skemli
eða skábretti undir fæturna. Hvílir þá kálfi (fótleggur)
í 135 gráðu stöðu um hnjálið, en fætur, eins og áður er
nefnt, í 90 gráðu beygju um öklalið. Forðast skal að láta
sjúkling sitja með hornbeygð hné, sé afl stórvöðvans á
framanverðu lærinu minni en svarar til einkennistölunn-
ar 3, og umfram allt að sjúklingur hengi fætur og fót-
leggi. Slíkt getur orðið til þess, að smábrestir komi í vöðv-
ana, og þar myndist síðar meir örvefur, en eftir taugum,
er liggja um örvef, berast taugaboð treglega.
Því miður eru engin tök á að leggja umbúðir á sitj-
andavöðva, þó að þessir vöðvar séu lamaðir. Þess vegna
verður að kenna sjúklingum að hlífa þessum vöðvum, t. d.
þannig, að þeir halli sér nokkuð aftur, er þeir sitja, og
einnig að þeir liggi sem minnst á hliðinni, krepptir í
mjöðmum. Fyrir þessa vöðva er það nokkur hvíld að leggja
púða milli hnjánna, þegar sjúklingur liggur á hliðinni.
Er sjúklingurinn hefur fengið þann þrótt, að hann getur
setið uppi, eins og áður er nefnt, má ekki láta hann ganga,
fyrr en vöðvar á ganglimum hafa fengið þann styrkleika,
er svarar til einkennistölunnar 3.
Heilbrigt líf
149