Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 68
hjarta og lungna og valdið þar stingjum og verkjum eða
jafnvel skyndilegum dauða. Ef blóðrásin til lungnanna
stíflast af slíkum blóðkekki — sem getur orðið metri á
lengd — þá er dauðinn vís. Þótt blóðkökkurinn losni ekki,
getur hann fest sig við æðavegginn og eyðilagt æðalok-
urnar. Mörgum árum síðar getur sjúklingurinn fengið
óþægindi af þessu, svo sem æðahnúta, fótasár og verki
í fætur og getur þetta jafnvel orsakað örorku. Við það
einfalda ráð, að hreyfa fæturna, þrýstist blóðið hraðar
gegnum bláæðar fótleggjanna, og hættan á blóðstorku
minnkar að mun.
Meltingarfærunum er ekki hætta búin á sama hátt og
lýst hefur verið. En rúmliggjandi fólk hefur mikil óþæg-
indi af að þurfa að nota hægðaskálar og þvagflöskur.
Það er slíkum áhöldum óvant, og auk þess þjást sjúkling-
arnir oft af hægðateppu. Það er því þeirra draumur að
fá að fara á salernið, og þann draum er oftast hægt að
gera að veruleika.
Heimurinn fellur saman fyrir augum þess manns, sem
þarf að vera rúmfastur. Himininn verður hvítt loft, sjón-
deildarhringurinn gráir veggir. Sjúklingurinn er alger-
lega upp á aðra kominn. Veikindin verka oft á skapsmuni
hans, hann hefur e. t. v. áhyggjur af heimili sínu eða
atvinnu eða finnst hann vera utanveltu í lífinu. Loks
getur viljinn til að verða heilbrigður aftur sljóvgast eða
orðið hlutlaus, en slíkt tefur fyrir batanum. Meltingar-
truflanir þær, sem oftast fylgja sjúkralegu og áður er á
minnzt, geta m. a. stuðlað að þessum sljóleika. Rúmliggj-
andi maður á bágt með að komast í andlegt samband við
þá sem á fótum eru og getur því varla á eðlilegan hátt
látið í ljós persónulegar óskir og skoðanir. Það er ekki
auðvelt að vera barn meðal hins fyrirferðarmikla, full-
orðna fólks, og það er heldur ekki gott að vera sjúklingur
innan um heilbrigða.
162
Heilbrigt líf