Úrval - 01.06.1949, Side 21

Úrval - 01.06.1949, Side 21
PENICILLIN ER ENN UNDRALYFIÐ MIKLA! 19 munu eiga þessu hvíta töfra- dufti fjör að launa. Á þessum sjö árum hefur penicillin breytzt úr fáséðu, dýru efni í stærsta liðinn í lyfjasölu heimsins. Fyrir fimm árum hefði engan getað rennt grun í þá feikilegu eftirspurn, sem orðið hefur eftir þessu lyfi. Á stríðsárunum var þess getið til, að hámarks notkun þess í Bandaríkjunum mundi verða 5000 miljónir eininga á mán- uði. En framleiðsla þess núna er 1600 sinnum meiri, eða 8 000 000 000 000 eininga á mán- uði, og eykst enn með sama hraða. I fyrstu var það fram- leitt í flöskum í rannsóknarstof- um læknavísindanna, en nú fer ræktun þess fram í kerum, sem eru á stærð við stærstu tank- bíla. Fyrst þegar penicillin kom fram á sjónarsviðið, töldu fróð- ir menn, að í kjölfar þess myndu brátt koma betri lyf af sömu gerð. Nú eru menn farnir að efast um það. Sú skoðun verður æ útbreiddari, að penicillin sé glæsilegasta lyf, sem nokkru sinni hafi verið fundið upp, og muni halda þeim sessi um lang- an aldur. Notagildi þess er ákaflega víð- tækt, og það er næstum alger- lega laust við eiturverkanir. Enn hafa sýklar ekki getað skapað með sér mótstöðuafl gegn því, eins og átt hefur sér stað um súlfalyfin. Þvert á móti virðist lækningamáttur penicillins hafa vaxið við aukna reynslu af notk- un þess. Penicillinið, sem nú er fram- leitt, ber lítinn svip af því, sem búið var til fyrst. 1 hinu gul- brúna dufti, sem fyrst var fram- leitt, var ekki nema 5% af lyf- inu. Nú eru hinir hvítu peni- cillinkristallar, sem koma úr lyfjaverksmiðjunum, nærri 100 % hreinir. I fyrstu hafði lyfið mjög lítið geymsluþol og varð að geyma það í kæli. Nú þolir það margra ára geymslu við venjulegan stofuhita. Sökum þess að lyfið skildist mjög fljótt út með þvag- inu, varð í fyrstu að gefa það með innspýtingu á þriggja tíma fresti, eða — þegar mikil hætta var á ferðum — að láta það seytla stöðugt í æð. Nú er peni- cillini blandað saman við efni, sem gera það torleystara í blóð- inu — s.s. procain, novocain, og aluminium monosterat — og endist þá ailt að f jórum dögum í líkamanum. Með þessu var ^pn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.