Úrval - 01.06.1949, Side 48

Úrval - 01.06.1949, Side 48
46 ÚRVAL sinni gefið Hewlett safn af jurtum, sem hann sagðist hafa safnað í Tíbet. Frændi lagði á ráðin um meðferð þeirra, og Hewlett reyndi þær þó að hann væri vantrúaður á lækningar- mátt þeirra. En ekki bar á öðru en þær reyndust vel. Eftir nokkrar umræður um bæjarmál í skrifstofu lyfsal- ans, sem var bæjarfulltrúi, fór William frændi í skrifstofu Wilsons lögreglustjóra. Báðir höfðu yndi af að tala um glæpa- mál. William frændi var manna f róðastur um allt er laut að heng- ingum. Hann hafði séð sjóræn- ingja hengda á bökkum Jangtse- fljótsins, hann hafði verið við- staddur, þegar hinn alræmdi fjöldamorðingi Rutherford datt niður um fallopið í Pentonville fangelsinu, og hann hafði verið vitni að mörgum hengingum á Spáni. Við þessar umræður tók William frændi upp flösku úr einum hinna mörgu vasa á síð- jakkanum sínum — brennivín, sem hann sagði, að búið hefði verið til eftir forskrift, er hann fékk hjá rússneskum munki. Wilson dreypti á víninu og hlustaði heillaður. Seinasti viðkomustaður Willi- ams frænda var prestsetrið. Séra Thomas hafði verið manna strangastur í dómum um hann fyrstu árin. Hann var lítill mað- ur vexti og feiminn, og í aug- um hans var þessi víðförli, síð- skeggjaði risi allt annað en kristilegur, nánast ófreskur. En kvöld eitt á safnaðarfundi hafði William frændi mælt með beiðni klerks um nýtt sunnu- dagaskólahús af þvílíkri mælsku að allir hrifust með. Frændi trúði þá séra Thomas fyrir því, að hann hefði unnið nokkur ár með hópi kristniboða í Síam. Klerkur bað hann að prédika í kirkjunni næsta sunnudag og William frændi féllst á það. Við fórum kvíðafull til kirkjunnar þenna morgun, en William frændi reyndist vandanum vax- inn. Hann steig í stólinn í dok- torskápu — sem hann sagði að Oxford háskóli hefði veitt sér. Hin spámannlega þrumuraust hans jós eldi og brennisteini yfir söfnuðinn, er sat sem negldur í sætunum. Tilvitnanir hans í Opinberunarbókina — sumar á grísku, sem hann þýddi síðan á ensku — voru geigvænlegar. Upp f rá þessu leitaði séra Thom- as til Williams frænda í hvert skipti, sem vanda bar að hönd- um í safnaðarmálum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.