Úrval - 01.06.1949, Side 74

Úrval - 01.06.1949, Side 74
72 LTR VAL Almenningsálitið fordæmir slíkan mann, því að meirihlut- inn ræður því, og meirihlutan- um er í nöp við kynferðisleg vandamál, af því að það er minni hlutinn, bæði karla og kvenna, sem er raunverulega ásthneigð- ur í eðli sínu. Einn skjólstæð- ingur minn sagði eitt sinn, að aðeins 15% af karlmönnum væru ásthneigðir, og hann spurði, hvers vegna þessi 15% ættu að láta stjórnast af hinum 85 hundraðshlutunum. Sjálfur var hann greinilega ástleitinn maður, og það er þýðingarlaust að hefnast á fólki, þó að það sé gætt þessum eiginleika. Það er heldur ekki nein til- viljun, að frábærir atorkumenn og listamenn hafa jafnan verið taldir kvenhollir. Þeim er það nauðsynlegt, til þess að viðhalda atorku sinni og sköpunargáfu. Ef skyggnst er í mannkynssög- una, kemur líka í ljós, að marg- ar af þeim konum, sem frægast- ar eru, hafa verið mjög ást- hneigðar. Fólk giftist venjulega á þrí- tugsaldri, og hvorki konur né karlmenn eru þá svo þroskuð, að þau geti valið örugglega rétt. Eftir nokkur ár kemst hann eða hún ef til vill að raun um, að makinn sé ekki nærri eins full- kominn og hann sýndist í fyrstu, eða kannske er skapgerð hjón- anna svo ólík, að þau hljóta að fjarlægjast hvort annað. Ást- in er eins og hitasótt, og ein- mitt af því að hún er svo áköf, hlýtur að reka að því fyrr eða síðar, að eitthvað annað komi í hennar stað, ef vel á að fara. Ástarblossinn verður að breytast í rólegri og mildari til- finningu. Ef samhugur hjónanna dvín- ar eða hverfur, eru börnin sá hlekkurinn, sem sterkastur er til að halda hjónabandinu í horf- inu. Þó að kalt sé orðið á milli hjóna, geta hugir þeirra leitað aftur saman vegna barnanna. Þetta er að vísu ekki fullkomin lausn, en ef hún kemur í veg fyrir skilnað, er hún góð. Skiln- aðarhættan er langtum meiri í barnlausum hjónaböndum, enda verða barnlausar eiginkonur oft eigingjarnar og sérgóðar. Töku- börn eða fósturbörn verða oft til mikillar gæfu í slíkum tilfell- um, og fósturforeldrarnir virð- ast ekki unna þeim síður en þó um eigin börn væri að ræða. Að sjálfsögðu mega tvær manneskjur ekki eyðileggja líf hvor annarrar með því að búa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.