Úrval - 01.06.1949, Page 80

Úrval - 01.06.1949, Page 80
78 ÚRVAL runi lífsins” (The Origin of Life) kom út á ensku árið 1938. í henni gerir hann tilraun til að skýra þróun lífsins á jörð- inni án þess að grípa til þeirra skýringa, að ,,lífsfrumur“ hafi borizt „einhvers staðar að“ ut- an úr geimnum, eða að lifandi efni hafi eins og dautt efni ver- ið til frá upphafi vega, eða að tiltölulega flókin samsetning eins og bakterían hafi skyndi- lega orðið til við „sérstök skil- yrði“. Oparin prófessor telur, að líf- ræn efnasambönd hafi verið til á hinni kólnandi reikistjörnu löngu áður en nokkur lífvera varð til. Hann bendir á, máli sínu til stuðnings, að vitað sé, að lífræn efnasambönd eins og methan og ammoníak, séu á reikistjörnunum Júpíter og Sa- túrnus. I þessum efnasambönd- um er vatnsefni tengt kolefni og köfnunarefni. Þegar önnur frumefni, eink- um súrefni, fosfór og brenni- steinn, komu fram á sjónarsvið- ið, sköpuðust skilyrði til tilfall- andi myndunar enn flóknari efnasambanda, stærri og flókn- ari sameinda (mólekýla), unz að því kom, að til varð einfalt eggjahvítuefni (protein). Frá þessu stigi til hins hlaupkennda ástands, sem nefnist kolloid, var eðlileg, en auðvitað mjög hægfara, þróun. Og að lokurn urðu sumar þessara kolloid- sameinda svo flóknar að sam- setningu, að þær öðluðust skil- yrði til þess, sem við köllum sjálfstætt lífs. Oparin prófessor viðurkennir, að dæmi um sjálfvakta myndun jafnvel einföldustu efnasam- banda, þekkist ekki á jörðinni nú. En það þarf ekki að vera af því að skilyrði til þeirrar mynd- unar séu ekki fyrir hendi, heldur af hinu, að ef slík efni mynd- uðust, mundu hinar örsmáu líf- verur, sem eru alls staðar ná- lægar, eyðileggja þau sam- stundis. Oparin telur ekki óhugsandi, að mönnum kunni að takast að búa til líf í rannsóknarstofum sínum með uppbyggingu efna- sambanda stig af stigi, en telur þó mjög ósennilegt, að það geti orðið í náinni framtíð. Til þess þurfum við að vita miklu meira um hvernig lífverurnar eru sett- ar saman, og hvernig þær starfa. Aðalatriðin í kenningum Opa- rins hafa hlotið fylgi mikils meirihluta vísindamanna um all-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.