Úrval - 01.06.1949, Side 85

Úrval - 01.06.1949, Side 85
SJÖ MÁNAÐA HRAKNINGAR Á KYRRAHAFI 83 menn eins og Nabetari. Það voru margir munnar að fæða, jafnvel þó að eyjan hefði verið frjósöm. Japanir fluttu þegar í stað meginhluta íbúanna til annarra Kyrrahafseyja, eftir voru aðeins nokkrir menn og stúlkur, sem sjá skyldu fyrir þörfum Japana, og voru það einkum vanir fiskimenn. Er frá leið breyttist stríðs- gæfan. Flugvélar bandamanna gerðu aðflutninga til eyjunnar ótrygga og hættulega, og brátt voru Japanir algerlega einangr- aðir og urðu að lifa á gæðum eyjunnar. En þar óx fátt annað en kókóspálmar, og var ekki annað sýnna en allra sem á eyjunni voru biði hungurdauði. Um þessar mundir tóku Nabetari og félagar hans eftir því, að Japanir voru farnir að æfa sig að veiða fisk. Og þeir komust fljótt upp á lagið. Sýnt var, að þeir myndu von bráðar geta komizt af hjálparlaust. Nabetari varð órótt innanbrjóst, og ekki batnaði útlitið, þegar hver mánuðurinn leið á fætur öðrum án þess að dropi kæmi úr lofti. Dag nokkurn var fiskimönn- unum skipað að grafa nokkrar grafir í jörðina. Þær voru um sex fet á lengd, annað eins á dýpt og um tvö fet á breidd — og þær voru nákvæmlega jafn- margar og mennirnir á eyjunni. Þá tóku Nabetari og sex félagar hans saman ráð sín. Þeir höfðu undir höndum þrjá eintrjáninga með seglum og utanborðskjölfestu, sem þeir notuðu við fiskveiðarnar. Þenna sama dag stálu þeir nokkrum kókóshnetum — en slíkt var dauðasök hjá Japönum —• og nokkrum japönskum drykkjar- vatnsflöskum, sem var enn meiri glæpur á eyju þar sem vatn var alltaf af skornum skammti. Síðan fór sjömenningarnir til veiða, en komu ekki aftur um kvöldið. I stað þess héldu þeir til hafs og tóku stefnuna á Gil- bertseyjar 400 km í austur, móti vindi og straumi. Strax fyrstu nóttina henti það slys, að einn eintrjáningurinn varð viðskila við hina, og voru í honum þrír menn. í dögun var hann kom- inn úr augsýn og hefur ekki til hans spurzt síðan. Eftir þetta höfðu hinir tveir kaðal milli sín á nóttunni. Fjórmenningarnir hélau í sér lífi með því að veiða fisk, eink- um makríl, og notuðu þeir rauða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.