Úrval - 01.06.1949, Side 93

Úrval - 01.06.1949, Side 93
ÓTTINN í LlFI MANNA OG DÝRA 91 kvöld sömu augum og refurinn. Fyrir okkur geymir rökkrið ó- tal svipi. Nei, kannski ekki fyrir okkur öll. En fyrir allt hið ,,siðmenntaða milSistéttarfólk” . . . alla þá „flibbaklæddu“ . . . alla hina ,,veluppöldu“ og „fín- gerðu“ og „heiðvirðu" . . . fyr- ir þá alla er óttinn dagleg- ur og stundlegur förunautur, ógnþrungið hvísl hans í eyrað er óslitið. I starfi taugalæknanna eru kynni þeirra af óttanum svo tíð, að hann er orðinn hvers- dagslegur í augum þeirra, og þá skortir ekki sýnileg tákn um áhrif hans á okkur. Við reynum að kæfa rödd óttans, og hann leitar sér útrásar í magasári; við bælum niður prófskrekkinn og hann brýst út í niðurgangi. Tröllriðin af ótta finnum við hjarta okkar hamra og strita, og fyrr en varir lesum við í blöðunum: „maður deyr af hjartaslagi.” Hve margir þjást af viprum í andlitinu? Hve mörg okkar eru lofthrædd, hrædd við blóð, eða sísveitt af nagandi feimni? Og hver veit tölu þeirra miljóna, sem hinn sviplausi, óljósi ótti, er við köllum kvíða, eitrar lífið fyrir? Það er augljóst mál, að óttinn er ægilegt og yfirskyggjandi afl í lífi okkar. Það er jafneðlilegt fyrir nátt- úrufræðinginn og taugalækn- inn að spyrja: j,Hvernig stend- ur á þessu?“ Hvað hefur hent hugrekki okkar, sjálfstraust og sjálfsgleði? Hví erum við grip- in kvíða, feimni og óþoli? O Engum dylst, að ótti manns- ins á sér að nokkru leyti gildar orsakir, þegar þess er gætt, að við erum gædd ríkari skilningi og ímyndunarafli en dýrin, og menning okkar er hávær og flasgjörn og býr okkur ótal hættur, allt frá umferðaslysum til atómsprengna. Það er erfið- ara fyrir skrifstofumann að afla sér lífsviðurværis en kanín- una að finna nægju sína af grænu grasi. Það tekur meira á taugarnar að fara yfir borgar- stræti en að ganga yfir burkna- vaxið skógarrjóður. En mann- skepnan er sem betur fer, eins og aðrar skepnur, harðger og gædd miklum aðlögunarhæfi- leika; og væru þessi raunveru- legu óttaefni hin einu, sem við þyrftum að bera, myndum við geta vanizt þeim jafnauðveld- lega og refurinn hefur vanizt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.