Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 73
LAND HREINDÝRA OG BJARNA
71
að fremja sjálfsmorð. „Stykkin
í tunglinu“ eru blettir eða ó-
venjuleg einkenni á yfirborði
þess, og sjálfsmorðsrottumar
voru læmingjar.
Að sjálfsögðu á hver einstak-
lingur sína sérstöku heimsmynd
og telur sig hafa rétt til að skop-
ast að heimsmynd náungans.
En ef maður stendur úti fyrir
dyrum lappakofa og virðir fyr-
ir sér bragandi norðuljósin,
finnst manni það engin fjar-
stæða, að heimsmynd Lappanna
geti verið eins sönn og okkar,
sem að vísu er takmarkaðri.
Þeir tní því, að Ijósin sem iða
á himninum séu ekki bara raf-
bylgjur, heldur andar lapp-
neskra forfeðra, sem séu að
dansa og skemmta afkomendum
sínum, stytta þeim stundir á
hinni löngu heimskautsnótt.
1k ~k 'k
Aíbrýðisemi.
Þa5 fréttist fljótt að Jóa hefði verið sagt upp atvinnunni og
einn kunningi hans spurði: „Af hverju rak verkstjórinn þig?“
„Þú veizt hvemig þessir verkstjórar eru,“ sagði Jói og yppti
öxlum. „Þeir ganga um með hendur í vösum og glápa á þá
sem eru að vinna."
„Hvað kemur það þinni uppsögn við?“ spurði kunninginn.
„Hann er bara afbrýðisamur," sagði Jói. „Menn héldu að
ég væri verkstjórinn." -— Tatler.
* * *
Einn geymdur.
Tvíburar höfðu bætzt við á heimili Nonna litla og allt var
í uppnámi á heimilinu.
„Ef þú segir kennaranum þinum frá þessrnn stórviðburði,"
sagði faðir hans ljómandi af ánægju, „þá er ég viss um að
hann gefur þér frí á morgun."
Það fór eins og faðirinn spáði. Nonni kom heim úr skólan-
um með þau tíðindi, að kennarinn hefði gefið sér frí næsta dagf.
„Og hvað sagði kennarinn, þegar þú sagðir honum að þú vær-
ir búinn að eignast tvö systkini?" spurði faðirinn.
„Ég sagði honum það ekki," anzaði Nonni. „Ég sagði bara að
ég hefði eignazt eina systur. Ég ætla að geyma bróðurinn þang-
að til í næstu viku!"
— Vl'VV Magazine.