Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 79
VARAHLUTIR 1 MANNSLÍKAMANN
77
lega, var efnið óskemmt eftir
tvö ár. Nokkrir læknar skýra
frá góðum árangri af 375 brjósk-
ágræðslum, sem þeir hafa fram-
kvæmt síðustu 5 árin.
Minni, en þó þýðingarmikil
„bankaviðskipti“ hafa verið opn-
uð fyrir slagæðar og taugar.
Heilbrigðri slagæð úr manni,
sem látið hefur lífið af slysför-
um, er komið fyrir í pípu úr vit-
alliummálmi þannig, að endar
æðarinnar standa nokkuð út úr
pípuendunum. Þeir eru brettir
upp á báða enda pípunnar eins
og uppbrot. Þetta er síðan hrað-
fryst og geymt til notkunar síð-
ar. Þegar endumýja þarf æðar-
part, eru endar hinnar sködduðu
æðar blátt áfram dregnir upp
á hin frosnu uppbrot á pípunni
og bundið um með silki. Pípan
með öllu saman er síðan saum-
uð inn í líkama sjúklingsins.
Endudmýjun tauga er ennþá
meira undur, þegar athuguð er
hin fíngerða bygging þeirra.
Hafi þær aðeins rifnað sundur,
er hægt að „líma“ þær saman
með sérstöku bindiefni. En sé
taugarspotti alveg horfinn eða
ónýtur, verður að fá annan i
staðinn, ef koma á í veg fyrir
lömun. Taugar, sem nýlega hafa
verið teknar úr, eru hraðfryst-
ar, því næst þurrkaðar við mjög
lágan loftþrýsting og geymdar
í luktum hylkjum til notkunar
síðar. Rússar vom meðal hrnna
fyrstu, sem tóku taugaparta úr
föllnum hermönnum í stríðinu
og notuðu til þess að tjasla sam-
an taugum í handleggjum og
fótum limlestra hermanna.
I skýrslu einni greinir frá 28
taugaflutningum af þessu tagi,
og heppnuðust flestar aðgerð-
irnar vel. Ein þeirra var sér-
staklega athyglisverð. Þurfti að
tengja 6 taugar frá öxl við
17 taugaenda í handlegg. Það
var skurðaðgerð, sem á sér enga
hliðstæðu í sögu skurðlækning-
anna.
Sú list, að flytja húð og græða
á annan stað þótti lengi vel sein-
leg, þreytandi og stundum ekki
áhrifamikil aðgerð. En með raf-
magnstæki (electro-dermatome)
Browns hefur komið meiri hraði
í þessháttar skurðaðgerðir.
Þetta tæki fláir á 5 mínútum
eins mikla húð af og áður tók
30—40 mínútur að flá. Af þessu
leiðir, að miklu færra fólk, sem
fengið hefur brunasár í eldsvoða
eða meiðst í öðrum slysum, þarf
nú að ganga með ör, því að
hægt er að þekja andlit þess og
handleggi með nýrri húð.
Tilraunir hafa verið gerðar
til að setja nýjar tennur, sem
geta gróið í og vaxið, í stað út-
dreginna tanna. Því hefur ver-
ið haldið fram, að ef þetta tæk-
ist, væri hægt að stofna tann-
banka í líkingu við önnur vara-
hlutasöfn. Tannlæknir í Kali-
forníu setti óþroskaða endajaxla
í stað jaxla, sem dregnir höfðu
verið úr; og af 35 tilraunum tel-
ur hann að heppnazt hafi 33.
Aðgerðin er takmörkuð við fólk
á aldrinum 12—19 ára, því að