Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 82
80
■crval
runnið í gegnum það, streyinir
það aftur til líkamans um blóð-
æð.
Gerfihjartað og gerfilungað
eru undursamlegust allra gervi-
líffæra. Þegar lungun eru svo
sjúk, að þau geta ekki annað
starfi sínu, er glerlunga utan lík-
amans — en það er ekki stærra
en knýttur mannshnefi — lát-
ið sýra blóðið og losa það við
kolsýru. Hjarta- og lungnavélin,
sem er gerfilunga og gerfihjarta
í senn, hefur getað tekið að sér
starf hjarta og lungna í meira en
hálftíma, meðan skurðaðgerð fór
fram á hjartanu. Æðablóð er
leitt framhjá hjartanu í gegnum
vélina, og eftir að það hefur tek-
ið í sig súrefni, er því veitt aft-
ur inn í stóru slagæðina, en það-
an streymir það til heilans.
★
Frumstœður reikningur.
Ferðamenn segja, að reikningskunnátta almennings í Abes-
síníu sé næsta frumstæð. 1 margföldun og deilingu kunna þeir
aðeins að tvöfalda og skipta til helminga og til þess nota þeir
smásteina. En með þessu tvennu geta þeir þó margfaldað sam-
an furðulega háar tölur án þess skeiki. Segjum t. d. að bóndi
vilji kaupa 15 kindur fyrir 13 abessínska dali hverja. Hvernig
fer hann að reikna út verðið? Aðferðin er þessi: Skrifaðu 13
vinstra megin á blað og 15 hægra megin. Helmingaðu 13, en
slepptu brotinu (abessíníumenn kunna ekki skil á brotum) og
skrifaðu 6 fyrir neðan 13. Tvöfaldaðu svo 15 og skrifaðu
útkomuna fyrir neðan 15. Haltu þessu áfram unz útkoman í
vinstra dálki er orðin 1. Dæmið lítur þá þannig út:
13 15
6 30
3 60
1 120
Allar jafnar tölur í vinstra dálki eru meinvættir að áliti
abessíniumanna. Víð fleygjum þeim og samsætum þeirra í
hægra dálki. 1 þessu dæmi okkar strikum við því út 6 í vinstra
dálki og 30 í hægra dálki. Svo leggjum við saman hægri dálk-
inn og fáum þá út rétt svar: 195. Þetta getið þið reynt við
hvaða töiur sem er, útkoman verður alltaf rétt. Abessíníumönn-
um er reikningskerfi okkar með öllu óskiljanlegt. Auðvitað
skiljið þið á hverju þessi frumstæði reikningur þeirra byggist.
Eða er ekki svo?
— L. B. Bixby i „Reader’s Digest".