Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 103
KRAFTAVERKIÐ 1 CARVILLE
101
mín betur, og ef ég rakst á
lækni, starfsmann eða út-
skrifaðan sjúkling frá Carville,
flýtti ég mér að líta undan og
hraðaði mér á brott. Eitt sinn
var ég kynnt áhrifakonu einni
í New Orleans. Hún tók mér
mjög vel, en ekki minntist hún
á það einu orði, hve oft við
höfðum hitzt, þegar hún var að
heimsækja tvo ættingja sína,
sem voru sjúklingar í Carville
samtímis mér. Henni var svip-
að innanbrjósts og mér — hún
lifði í sífelldum ótta; en það
sem hún óttaðist, var að veikin
brytist út í fjölskyldu hennar.
Ári eftir að við strukum frá
Carville, brugðust allar vonir
um að Harry myndi batna.
Hann hafði, með aðstoð föður
síns, opnað litla járnvöruverzl-
un. Verzlunin gekk vel, en
Harry var orðinn slæmur í aug-
nnum af völdum veikinnar. í
fyrstu voru þau aðeins rauð og
þrútin, en svo sá ég mér til
skelfingar að augnalokin tóku
að bólgna og sömuleiðis annað
eyrað. Ég varð gagntekin af ást
og meðaumkun þegar ég sá, hve
harða baráttu hann háði til
þess að láta ekki hugfallast.
Mér var ljóst, að þetta hlaiit
að enda með algerri blindu. Ég
hafði séð svo marga fara þann-
ig — þeir sátu blindir og hjálp-
arvana í stólum sínum í Car-
ville. Þegar svo væri komið,
myndi hann hafa þörf fyrir
góðan vin — meiri þörf en
nokkru sinni fyrr.
Eitt kvöld, um fjórum árum
eftir brottför okkar frá Car-
ville, fékk ég svar við bænum
mínum. Allt í einu vissi ég, að
mér var óhætt að treysta guði
og gera það, sem ég áleit rétt.
Ég sagði Harry, að við skildum
gifta okkur.
En nú var það hann, sem
andmælti. Ég virtist vera heil-
brigð. En það var hann ekki.
Hann gat ekki lagt þetta á mig.
Við þráttuðum lengi og loks
varð Harry að láta undan.
Ég ræddi barneignarvanda-
málið við skriftaföður minn.
Hann sagði, að jafnvel sjúk-
dómurinn, sem þjáði mig, væri
engin afsökun fyrir getnaðar-
vörnum. Hinsvegar væri mér
leyfilegt að færa mér hin hátt-
bundnu ófrjósemitímabil í nyt.
Við Harry giftum okkur um
vorið. íbúðin var ekki stór, en
í augum okkar var hún eins og
höll. Það var dásamlegt að
eiga eigið heimili og við vorum
hamingjusöm — eins hamingju-
söm og við þorðum að vera —
en þó kvíðin um framtíðina.
Ég sagði upp stöðunni og fór
að vinna í verzluninni hjá
Harry. Við lögðum hart að
okkur og heimsóttum enga
nema foreldra okkar. Við fór-
um í kvikmyndahús einu sinni
í viku. Eftir því sem meira bar
á veikindurn Harrys, varð okk-
ur æ minna gefið um aðra, og
okkur leið aldrei reglulega vel,
nema þegar við vorum ein.
Við minntumst aldrei á Car-