Úrval - 01.02.1952, Side 103

Úrval - 01.02.1952, Side 103
KRAFTAVERKIÐ 1 CARVILLE 101 mín betur, og ef ég rakst á lækni, starfsmann eða út- skrifaðan sjúkling frá Carville, flýtti ég mér að líta undan og hraðaði mér á brott. Eitt sinn var ég kynnt áhrifakonu einni í New Orleans. Hún tók mér mjög vel, en ekki minntist hún á það einu orði, hve oft við höfðum hitzt, þegar hún var að heimsækja tvo ættingja sína, sem voru sjúklingar í Carville samtímis mér. Henni var svip- að innanbrjósts og mér — hún lifði í sífelldum ótta; en það sem hún óttaðist, var að veikin brytist út í fjölskyldu hennar. Ári eftir að við strukum frá Carville, brugðust allar vonir um að Harry myndi batna. Hann hafði, með aðstoð föður síns, opnað litla járnvöruverzl- un. Verzlunin gekk vel, en Harry var orðinn slæmur í aug- nnum af völdum veikinnar. í fyrstu voru þau aðeins rauð og þrútin, en svo sá ég mér til skelfingar að augnalokin tóku að bólgna og sömuleiðis annað eyrað. Ég varð gagntekin af ást og meðaumkun þegar ég sá, hve harða baráttu hann háði til þess að láta ekki hugfallast. Mér var ljóst, að þetta hlaiit að enda með algerri blindu. Ég hafði séð svo marga fara þann- ig — þeir sátu blindir og hjálp- arvana í stólum sínum í Car- ville. Þegar svo væri komið, myndi hann hafa þörf fyrir góðan vin — meiri þörf en nokkru sinni fyrr. Eitt kvöld, um fjórum árum eftir brottför okkar frá Car- ville, fékk ég svar við bænum mínum. Allt í einu vissi ég, að mér var óhætt að treysta guði og gera það, sem ég áleit rétt. Ég sagði Harry, að við skildum gifta okkur. En nú var það hann, sem andmælti. Ég virtist vera heil- brigð. En það var hann ekki. Hann gat ekki lagt þetta á mig. Við þráttuðum lengi og loks varð Harry að láta undan. Ég ræddi barneignarvanda- málið við skriftaföður minn. Hann sagði, að jafnvel sjúk- dómurinn, sem þjáði mig, væri engin afsökun fyrir getnaðar- vörnum. Hinsvegar væri mér leyfilegt að færa mér hin hátt- bundnu ófrjósemitímabil í nyt. Við Harry giftum okkur um vorið. íbúðin var ekki stór, en í augum okkar var hún eins og höll. Það var dásamlegt að eiga eigið heimili og við vorum hamingjusöm — eins hamingju- söm og við þorðum að vera — en þó kvíðin um framtíðina. Ég sagði upp stöðunni og fór að vinna í verzluninni hjá Harry. Við lögðum hart að okkur og heimsóttum enga nema foreldra okkar. Við fór- um í kvikmyndahús einu sinni í viku. Eftir því sem meira bar á veikindurn Harrys, varð okk- ur æ minna gefið um aðra, og okkur leið aldrei reglulega vel, nema þegar við vorum ein. Við minntumst aldrei á Car-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.