Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
um. Það var lítil landsspilda,
þar sem við gætum ræktað
ávexti og grænmeti. Og við
gerðum teikningar af litlum
húsum og klipptum út myndir
af þeim úr tímaritum. Við ætl-
uðum að spara hvern eyri. sem
við máttum með nokkru móti
án vera, svo að þessi draum-
ur okkar gæti rætzt.
*
Næstu árin í Carville voru
viðburðarík og einkenndust af
vaxandi bjartsýni. Æ fleiri
sjúklingum batnaði af súlfalyfj-
unum. Og Stjarnan, sem við
Harry fórnuðum miklu af tíma
okkar og kröftum, átti vaxandi
vinsældum að fagna utan stofn-
unarinnar og varð stöðugt
veigameira vopn í baráttu
Stanleys við hleypidóma í sam-
bandi við holdsveikina. Ein
greinin í blaðinu endaði á þess-
ari setningu: „Þetta blað, eins
og' öll sendibréf, er sótthreinsað
áður en það er sent frá spítal-
anum. Þetta er gert af tillits-
semi við þá. sem ekki hafa látið
sannfærast, en ekki vegna þess,
að það sé nauðsynlegt frá lækn-
isfræðilegu sjónarmiði.“
Stanley endurprentaði útdrátt
úr Iæknisfræðilegri ritgerð eftir
dr. F. C. Lendrum, þar sem hann
hvetur til þess að holdsveiki
verði kölluð Hansensveiki. Rit-
gerðin bar heitið: „Hið hörmu-
lega nafn holdsveiki“, og þar
segir dr. Lendrum m. a.: „I
Mayosjúkrahúsinu geta lækn-
arnir rætt óþvingað við sjúkl-
ingana um sjúkdóma eins og
krabbamein, berkla og syfilis,
en þeir veigra sér við að nefna
holdsveiki á nafn. Ógnin, sem
nafnið vekur, er ekki í neinu
samræmi við sjúkdóminn, eins
og við þekkjum hann læknis-
fræðilega, því að af öllum smit-
andi sjúkdómum er holdsveiJcin
minnst smitandi. Það væri
miklu áhættuminna að hafa
holdsveikisjúkling í almennu
sjúkrahúsi heldur en t. d.
berklasjúkling, þegar frá er tal-
in hræðslan, sem stafar af nafn-
inu.
Um þessar mundir eru, jafn-
vel í Bandaríkjunum, að
minnsta kosti tveir holdsveiki-
sjúklingar frjálsir og eftirlits-
lausir á móti hverjum einum,
sem er undir lækniseftirliti.
Ástæðan er einvörðungu óttinn
við heiti sjúkdómsins. Sjúkling-
arnir vilja heldur leyna veik-
inni en vera útskúfað úr sam-
félaginu og brennimerkjast af
nafni holdsveikinnar.“
Barátta okkar fór að bera
árangur. Þúsundir lækna, hjúkr-
unarkvenna, trúboða og há-
skólastúdenta heimsóttu Car-
ville á ári hverju. Frægir söngv-
arar og aðrir listamenn komu
og til að skemmta okkur.
*
Árið 1945 sýndu prófanir að
Harry var orðinn neikvæður.
Við biðum eftir hinum mánaðar-
legu úrslitum með öndina í háls-
inum. Harry reyndist neikvæð-
ur í sex skipti — en í sjöunda