Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 94

Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 94
92 T3RVAL væri hægt á nokkurn hátt að setja hin ömurlegu örlög mín í samband við fjölskyldu mína. Frá upphafi hafði sú hugsun verið efst í huga mínum, að enginn mætti vita um þetta. Skýrslan, sem ég gaf, var því ekki sannleikanum samkvæm, en skýrslur flestra sjúklingana í Carville eru það líka sjaldnast. Síðan var farið með mig til yfirlæknisins, dr. Frederick A. Johansens, sem varð einhver bezti og tryggasti vinur, sem ég hef eignast um dagana. Hann sá að ég var dauðskelfd. „Þetta er ekkert alvarlegt,“ sagði hann vingjamlega. Eftir nákvæma rannsókn ákvað hann að ég skyldi fá tvær sprautur af chaulmoogra-olíu á viku, en það var eina lyfið, sem lækna- vísindin höfðu yfir að ráða þá. Auk þess átti ég að taka nokkra dropa af olíunni inn með hverri máltíð. Þegar hringt var til miðdegis- verðar klukkan 11, fór ég að spjalla við nokkrar konur, sem biðu eftir að kornast að. Ein þeirra sagði: „Okkur finnst skrítið, að þér skuluð fara með matinn inn í herbergið yðar.“ Eg vissi varla hvað ég átti að segja, en sagði loks með dá- litlu yfirlæti: „Ja, læknirinn minn segir, að ég muni ekki verða héma lengi — ekki leng- ur en sex mánuði.“ Þær litu hver á aðra. „Þetta segja þeir allir!“ sagði ein í hópnum. „Hve lengi hafið þér verið hérna?“ spurði ég, en áður en hún svaraði, var sem ég fengi hugskeyti og ég vissi svarið fyrir, 20 ár — lengri tíma en ég hafði lifað! Þessi gráhærða kona hafði komið til Carville áður en ég fæddist! En þetta gat ekki komið fyr- ir mig, sagði ég við sjálfa mig, þegar ég var komin inn í her- bergið mitt. Af því að ég bað guð um hjálp. Ég ætlaði að hlýða öllum reglum og fyrir- mælum til hins ítrasta. Ég ætl- aði að athuga mataræði mitt og læra allt, sem unnt væri varð- andi líkama minn, sem hafði brugðizt mér. Ég settist niður og skrifaði Róbert fyrsta bréf- ið. Hjarta mitt var ekki í Car- ville aðeins líkami minn. * Fyrsti mánuðurinn minn í Carville var þungbær og ég átti erfitt með að sætta mig við kjör mín. Ég hlýddi öllum regl- um, sem mér voru settar. Ég las um holdsveiki, eða Hansens- veiki, sem er nýrra og vísinda- legra nafn á þessum sjúkdómi. Ég varð hissa þegar ég komst að því, hve erfitt er að smitast. Eitt hundrað fjörutíu og fimm sinnum hafa vísindamenn reynt að smita sjálfa sig eða aðra sjálfboðaliða með því að dæla sýldinum í heilbrigt hold, en án árangurs. Enginn læknir eða hjúkrunarkona í Carville hefur tekið veikina. Böm eru mót- tækilegri en fullorðnir, og sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.