Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 58
56
TJRVAL
þeim, en strax og þeim er fært
frá, koma þær heim að kofa
sínum kvölds og morgna til að
láta mjólka sig, án þess að það
þurfi að smala þeim. Annars
hlýða þær mjög vel kalli óg
hundgelti. Ef þær heyra kallið
„kiða-kið“, þá taka þær fljót-
lega á rás heim. Þegar líður á
sumar, og einkum þegar haustar,
fara þær lengra burtu til beit-
ar og vilja þá gleyma að koma
heim á réttum tíma.
Þótt ætla mætti að geitur
væru rólyndar skepnur og ljúf-
ar 1 umgengni, þá er svo ekki
að öllu leyti. Þær eru að vísu
yfirleitt gæfar og koma af
sjálfsdáðum til mjaltarans, svo
að venjulega gerist ekki þörf að
reka þær í hús eða rétt á með-
an þær eru mjólkaðar. Þær eru
oft mannillar og sér í lagi hafr-
arnir. Bitnar þessi skapgerðar-
galli þó meira á krökkum en
fullorðnum. Innbyrðis eru þær í
sííelldum erjum og nota bæði
kjaft og horn. Ber einkum mik-
ið á þessu í húsum inni, þegar
þeim er gefið hey eða annað.
Geitum er tæplega hægt að gefa
hey í garða eins og fé. Það þarf
að gefa þeim í jötur og festa
hverja einstaka með þar til
gerðum lokum, svo að þær geti
ekki komizt niður af jötunni á
meðan þær éta, eða þá að standa
yfir þeim á meðan með reidd-
an staf, til þess að halda uppi
lögum og rétti í geitakofanum.
Að Öðrum kosti yrði þar sam-
felld orrusta á meðan nokkurt
strá væri í jötunni. Væri þá vís-
ast, að þær geitur, sem væru
eitthvað minni máttar, væm
reknar burtu frá jötunni af
þeim, sem betur mega sín og
bitnar og barðar. Mjög er það
algengt að geitur séu rifbrotn-
ar, kviðrifnar og að eyrun séu
bitin meira og minna. Hvort
þessi skapgerð er sérkenni fyr-
ir íslenzku geitina, veit ég ekki
með vissu, en mér þykir ekki
ólíklegt að svo sé, því að í gegn-
um liðnar aldir hefur geitin oft
átt við hörð kjör að búa og þá:
ekki ólíklegt að skapmestu ein-
staklingarnir hafi haldið velli í
harðræði, en þeir skapminni
fallið.
Hér að framan hefur verið
vikið að nokkrum eiginleikum
og háttum geitanna, en nú
mætti e. t. v. spyrja: Er það
ekki eðlileg rás breyttra tíma,
að íslendingar hætti allri geita-
rækt?
Ég held það sé ekki rétt
stefna. Ég held líka að meðferð
þeirra þurfi að breytast og ég
held að geitaræktin ætti að flytj-
ast að einhverju leyti í sjávar-
þorpin. Þar hefur margur nægi-
legt land til þess að hafa 2—4
geitur, þótt ekki sé hægt að
hafa kú. Geiturnar mega að
sjálfsögðu ekki ganga lausar,
þær verður að tjóðra. Vetrar-
fóður þurfa þær ekki mikið,
séu bær látnar mjólka. Þær
éta hvaða hey sem er- Þær
éta allan ma,tarúrgang, bæði