Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 33
Tízkan er ekki duttlungar nokkurra
sérvitra og gróðaííkinna
tízkukónga.
Hversvegna tízkan breytist.
Grein úr „Spectator",
eftir James Laver.
SÁ tími er liðinn þegar líta
mátti á tízkuna sem hé-
góma og þá sem áhuga höfðu
á duttlungum hennar sem tild-
ursmenn. Tízkan er auðvitað í
eðli sínu yfirborðskennd, en við
verðum að losa okkur við þá
hugmynd að hún sé einskonar
valdboð fáeinna tízkukónga,
sem dundi við það að „breyta
tízkunni" í gróðraskyni fyrir
sjálfa sig. Jafnvel áhrifamestu
tízkukóngarnir eru ekki annað
en túlkendur, eða öllu heldur
miðlar, sem aldarfarið tjáir sig
í gegnum.
Þegar við athugum tízku lið-
inna tíma, finnst okkur eftir-
tektarvert, að aldarfarið og
tízkan á hverjum tíma er svo
nátengt hvað öðru að það virð-
ist óaðskiljanlegt. Viktoríu
englandsdrottningu, Elísabetu
drottningu og Jósefínu keisara-
frú Napóleons getum við ekki
hugsað- okkur öðruvísi klæddar
en við sjáum þær á myndum.
Við getum jafnvel sagt, án þess
að ýkja, að á sama hátt og vís-
indamaðurinn getur gert sér
glögga mynd af útdauðum fugli,
þó hann hafi ekki nema eitt
bein á að byggja, getur tízku-
fræðingurinn gert sér mynd af
aldarfarinu þótt hann hafi ekki
nerna eina tízkumynd.
Það er t. d. augljóst, af
klæðaburði Jósefínu keisarafrú-
ar eins og við þekkjum hann af
samtímamálverkum, að hún
lifði skömmu eftir tímabil mik-
illa þjóðfélagsumbrota, að hún
var „kvenfrelsiskona“, með
stuttklippt hár, klædd í daufa
liti, Iínur fatanna beinar og
mittið á röngum stað.
Kvenfatatízkan á þriðja tug
þessarar aldar bar sömu höfuð-
einkenni þrátt fyrir allan sýnd-
armismun: stuttklippt hár,
daufir litir, beinar línur og
mittið á röngum stað.
Viktoría drottning lifði aft-
ur á móti ekki á kvenfrelsis-
tímum eins og klæðnaður henn-
ar ber Ijóst vitni. Hann var
þröngur um mittið (ströngum
siðum fylgja strengd mitti),
pilsið vítt og sítt, inniskómir
hælalausir til þess að hún sýnd-
ist sem allra minnst. „Undur er
hún lítil!“ sagði karlmaður