Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 18

Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 18
Áhrif líkamslýta og fötiunar á skapgerð barna eftir Símon .Tóh. Ágústsson. HINIR fornu heimspekingar voru þeirrar skoðunar, að heilbrigð sál ætti að búa í hraustum líkama, og flöggum við með þetta orðtak enn í dag við mörg tækifæri. Raunar má leggja í það ýmsan skilning, eins og mörg önnur spakmæli. Er merking þess sú, að hreysti líkamans sé nauðsynlegt skil- yrði fyrir heilbrigði sálarinnar ? Ef svo væri, gætum við dregið af því þá ályktun, að vanheilir menn og fatlaðir líkamlega væru andlega vanheilir að sama skapi. Þessi skoðun er bæði forn og alltíð ennþá. Kryppl- ingar hafa t. d. verið taldir slægir, undirförulir og róggjarn- ir. Það er líka nokkuð almenn trú, að rangeygir menn séu „útundan sér“, þ. e. óhrein- lyndir. Þótt þessi skoðun sé hvergi nærri enn úr sögunni, hefur þó annað sjónarmið rutt sér æ meira til rúms, og virðist það koma betur heim við stað- reyndir: Líkamleg fötlun og sjúkdómar eru að vísu Þrándur í Götu andlegrar heilbrigði og eðlilegs siðferðisþroska og tor- velda þau, en því fer fjarri, að þau séu óhjákvæmileg afleið- ing þeirra. Vanheill maður iíkamlega eða fatlaður getur haldið andlegri og siðferðilegri heilbrigði sinni. Fatlaði eða vanheili maðurinn á þarna að- eins við meiri örðugleika að etja, það er alit og sumt. Mun ég reyna í þessari grein að drepa nokkuð á áhrif ýmiss konar fötlunar og líkamslýta á sálarlíf þeirra manna, sem þannig eru á sig komnir, og benda um leið eftir því sem mér er unnt á leiðir til úrbóta. Fötlun og líkamslýti eru með mjög margvíslegu móti og mis- jafnlega mikilvæg. Oft fara þau saman: Einhver fötlun lýtir manninn jafnframt í útliti meira eða minna. Orðið fötlun felur þá merkingu í sér, að hæfi mannsins til vinnu og at- hafna sé að einhverju leyti skert. Þar með liggur í hugtak- inu fötlun sú merking, að meiri eða minni skerðing á hæfi rnannsins fil að njóta lífsham- ingju hafi og átt sér stað. Miss- ir handar eða fótar, lömun handar eða fótar, kryppubak, mikil heyrnardeyfa, sjóndepra eða blinda eru algeng dæmi um fötlun á háu stigi og sum eru einnig jafnframt líkamslýti. — En líkamslýti þurfa hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.