Úrval - 01.02.1952, Síða 18
Áhrif líkamslýta og fötiunar
á skapgerð barna
eftir Símon .Tóh. Ágústsson.
HINIR fornu heimspekingar
voru þeirrar skoðunar, að
heilbrigð sál ætti að búa í
hraustum líkama, og flöggum
við með þetta orðtak enn í dag
við mörg tækifæri. Raunar má
leggja í það ýmsan skilning,
eins og mörg önnur spakmæli.
Er merking þess sú, að hreysti
líkamans sé nauðsynlegt skil-
yrði fyrir heilbrigði sálarinnar ?
Ef svo væri, gætum við dregið
af því þá ályktun, að vanheilir
menn og fatlaðir líkamlega
væru andlega vanheilir að sama
skapi. Þessi skoðun er bæði
forn og alltíð ennþá. Kryppl-
ingar hafa t. d. verið taldir
slægir, undirförulir og róggjarn-
ir. Það er líka nokkuð almenn
trú, að rangeygir menn séu
„útundan sér“, þ. e. óhrein-
lyndir. Þótt þessi skoðun sé
hvergi nærri enn úr sögunni,
hefur þó annað sjónarmið rutt
sér æ meira til rúms, og virðist
það koma betur heim við stað-
reyndir: Líkamleg fötlun og
sjúkdómar eru að vísu Þrándur
í Götu andlegrar heilbrigði og
eðlilegs siðferðisþroska og tor-
velda þau, en því fer fjarri, að
þau séu óhjákvæmileg afleið-
ing þeirra. Vanheill maður
iíkamlega eða fatlaður getur
haldið andlegri og siðferðilegri
heilbrigði sinni. Fatlaði eða
vanheili maðurinn á þarna að-
eins við meiri örðugleika að
etja, það er alit og sumt. Mun
ég reyna í þessari grein að
drepa nokkuð á áhrif ýmiss
konar fötlunar og líkamslýta á
sálarlíf þeirra manna, sem
þannig eru á sig komnir, og
benda um leið eftir því sem mér
er unnt á leiðir til úrbóta.
Fötlun og líkamslýti eru með
mjög margvíslegu móti og mis-
jafnlega mikilvæg. Oft fara
þau saman: Einhver fötlun
lýtir manninn jafnframt í útliti
meira eða minna. Orðið fötlun
felur þá merkingu í sér, að
hæfi mannsins til vinnu og at-
hafna sé að einhverju leyti
skert. Þar með liggur í hugtak-
inu fötlun sú merking, að meiri
eða minni skerðing á hæfi
rnannsins fil að njóta lífsham-
ingju hafi og átt sér stað. Miss-
ir handar eða fótar, lömun
handar eða fótar, kryppubak,
mikil heyrnardeyfa, sjóndepra
eða blinda eru algeng dæmi um
fötlun á háu stigi og sum eru
einnig jafnframt líkamslýti. —
En líkamslýti þurfa hins vegar