Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 37
TÍMINN OG MÆLING HANS
35
an endann er fest jafnbreið,
stutt fjöl. Og hvernig mældi
Thothmes tímann með þessu
vinkiltré ? Hann lagði það á gólf ið
í herbergi sínu með lóðréttu f jöl-
ina í sólarátt. Skugginn af henni
féll á láréttu fjölina. Við yzta
markið á fjölinni stóð „sóiar-
lagstími“, þá vissi faraó að sól-
in mundi setjast eftir klukku-
tíma. Við markið næst lóðréttu
fjölinni stóð „hæst á lofti“, þá
var hádegi. Það kölluðu egypt-
ar sjöttu stund og þá fór faraó
til musterins til að tilbiðja sól-
guðinn.
Frá sólaruppkomu til sólar-
lags höfðu hinir lærðu prestar
egypta skipt deginum í tólf tíma
og nóttinni einnig í tóif tíma.
Það er dálítið einkennileg skipt-
ing, því að með því móti urðu
tímar dags og nætur ekki jafn-
langir og tímar dagsins lengri á
sumrin en veturna. En þetta
virðist ekki hafa valdið neinum
óþægindum, því að þessi tíma-
reikningur var í notkun í tvö eða
þrjú þúsund ár og var ekki af-
numinn fyrr en á 13. öld e. Kr.
Þessar tvær aðferðir til að
mæla tímann: gangur sólar á
daginn og stjarnanna á nætuma,
munu sennilega vera jafngamlar
mönnunum, þótt hjálpartækin
hafi ekki komið til sögunnar
strax. Það voru babyloníumenn,
sem fundu upp sólúrið. Egypt-
ar fundu upp á því að nota vatn
til tímamælinga.Einhveregypzk-
úr bóndi hefur kannske ein-
hverntíma horft á hið dýrmæta
nílarvatn renna í mjórri bunu
úr áveituskurði út á akur sinn.
Hann hafði leyfi til að nota vatn-
ið meðan sólin færði sig frá einu
strikinu til annars á sólvísinum.
Tíminn mældi vatnið. En mátti
ekki eins láta vatnið mæla tím-
ann ? Og þannig hefur vatnsúrið
getað orðið til.
Elzta vatnsúrið, sem varð-
veitzt hefur, er frá 11. öld f.
Kr. Það er þvílík listasmíði, að
egyptar hafa hlotið að vera bún-
ir að nota vatnsúr í margar ald-
ir fyrir þann tíma. Þetta vatns-
úr líktist stórum blómsturpotti
með Iítið gat í botninum. Pott-
urinn var helltur barmafullur af
vatni við sólaruppkomu. Innan
í pottinum eru hringir eða lá-
réttar línur, sem gefa til kynna
hve mikið vatnið hafi lækkað á
einum, tveim eða fleiri tímum
eftir sólaruppkomu. Þegar pott-
urinn var tómur, varð að fylla
hann samstundis til þess að ekki
yrði röskim á tímatalinu.
Vatnsúrin breiddust út frá
Egyptalandi. Sagt er að Plató
hafi haft vatnsúr eitt mikið og
haglega gert í húsi sínu og
var það búið vekjaratækjum.
Einnig bárust þau til araba í
Bagdad. Um 800 e. Kr. komu
tveir sendiboðar frá Karli mikla
til Harun ar-Raschid kalífa, sem
umgetur í Þúsund og einni nótt.
Keisarinn bað um grið fyrir píla-
gríma á leið til Landsins helga,
og þegar sendiboðamir komu
heim aftur, höfðu þeir með sér
fíl til keisarans. Karl mikii sendi
5*