Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 95
KRAFTAVERKIÐ 1 CARVILLE
93
fræðingar halda, að fólk sýkist
einkum í bernsku vegna ná-
innar og langvarandi umgengni
við sjúkling.
Sjúklingur er talinn heil-
brigður, þegar 12 sýklaprófan-
ir 1 röð hafa reynzt neikvæðar,
en þessar prófanir eru gerðar
á mánaðarfresti. „Þér eruð
heppin,“ sagði dr. Jo við mig.
„Það er svo stutt síðan þér tók-
uð veikina, að þér verðið senni-
lega fljótt neikvæð. I stað þess
að bíða eitt ár eins og venju-
legt er, getum við byrjað að
prófa yður eftir sex mánuði.“
Dr. Jo Ijómaði allur, hann var
svo handviss um að hann væri
að segja mér gleðifréttir. Og
frá hans sjónarmiði var það
rétt. En enda þótt allt færi eftir
áætlun, þá varð ég þó að dúsa
í Carville hálft annað ár! Það er
langur tími fyrir stúlku, sem er
ekki nema nítján ára og trúlof-
nð að auki.
Mér var nokkur hughreysting
í að frétta, að einn af sjúkling-
unum, sem ég hafði kynnzt,
kona að nafni frú Blake, var í
þann veginn að útskrifast. Hún
var mentuð og gáfuð kona og
hafði haft þann starfa að kenna
nokkrum bömum, sem voru
sjúklingar í Carville. Mér var
boðið starfið og ég þáði það.
Ég var allt í einu orðin kennslu-
kona, og fékk 400 kr. kaup á
mánuði fyrir að kenna tvo tíma
á hverjum morgni.
Dagamir urðu hver öðrum
líkir. Ég las bréf Róberts hvað
eftir annað og forðaðist allar
harmtölur í bréfum mínum
heim. M'ér þótti gaman að
kennslunni, en auk þess las ég
mér til dægrastyttingar eða
heimsótti eina vininn, sem ég
átti meðal sjúklinganna, en það
var roskin kona frá New Or-
leans, sem hafði einu sinni verið
í sama skóla og móðir mín.
(Kunningjar hennar í New
Orleans héldu, að hún væri á
ferðalagi mn Evrópu). Það vom
sýndar kvikmyndir og haldnar
dansskemmtanir í Carville, en
ég sótti hvorugt. Stundmn jpeg-
ar ég átti leið framhjá dans-
salnum og hljómlistin barst að
eyrum mínum, dauðlangaði mig
að fá mér snúning. En hvem
þekkti ég í Carville, sem ég gat
dansað við?
Ég hafði nú komizt að raun
um, að háa girðingin, sem lok-
aði heiminum fyrir okkur,
leyndi heiminn líka mörgu, sem
fyrir innan var brallað. Ástar-
þráin dó ekki út í CarviUe.
Stundum læddust elskendur
framhjá mér í rökkrinu og ég
beit á vörina af vandlætingu yf-
ir slíkum skorti á velsæmi. —
Seinna rak að því, að ég skildi
þetta betur og þá hætti ég að
áfellast þennan breyskleika.
*
Tíminn leið í þessum heimi
óraunvemleikans. Þegar voraði
fóra trén að laufgast og loftið
varð þrungið blómaangan. En
jafnvel þá, þegar aðrir sjúkling-
ar tóku að iðka ýmsa útileiki,