Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 66
«4
tJRVAL
saka vísindalega aldagamalt
fyrirbrigði úr hernaði: tregðu
hermannanna til að skjóta af
byssum sínum á óvinina. Þetta
,,óeðli“ í miklum hluta hermann-
anna veldur herstjórn ameríku-
manna nokkrum áhyggjum og
telur hún miklu máli skipta, að
unnt sé að uppræta það. I þessu
skyni hefur hún látið gera at-
huganir í kóreustyrjöklinni jafn-
framt því sem rannsakaðar eru
orustuskýrslur úr síðustu styrj-
öld. Hópur vísindamanna við
John Hopkins háskólann er nú
að rannsaka þessar skýrslur með
það fyrir augum að gera til-
lögur til úrbóta.
Hið eina sem ljóst er á þessu
stigi málsins er, að flestir her-
mannanna í hverri sveit van-
rækja að nota vopn sín í orust-
um. Orsakirnar sem þegar eru
fundnar, eru margvíslegar. Um
átta manna sveit, sem fylgzt
var með í orustu, upplýstist
þetta: Þegar sveitin verður fjrrst
fyrir skothríð frá óvinunum,
kasta allir hermennimir sér nið-
ur. Meðan kúlurnar hvína yfir
höfðum þeirra og fallbyssukúl-
unum rignir niður allt í kringum
þá, liggja þeir eins og frosnir
við jörðina og gera enga tilraun
til að beita vopnum sínum. Jafn-
vel eftir að skothríð óvinanna
hættir, sýna aðeins einn eða
tveir tilburði til að nota byssur
sínar. Hinir eru ýmist önnrnn
kafnir að grafa sig niður, gera
að sárum sínum eða skyggnast
um eftir óvinunum, sem öft er
erfitt að koma auga á vegna þess
að þeir leita sér skjóls bak við
kletta, tré, hús eða í lautum.
Þegar sveitin gerir áhlaup,
eru allar aðstæður ólíkar, en
eigi að síður eru hermennirnir
tregir að beita byssum sínum.
Ef til vill beinist áhlaupið að
hæð, sem óvinirnir hafa á valdi
sínu, að undangenginni stór-
skotahríð. Sveitin skríður fram
í skjóli kletta og trjáa og her-
mennimir draga að skjóta eins
lengi og þeir geta til þess að
draga ekki athyglina að sér.
Sem sagt: orsakimar til þessa
„óeðlis“ í hermönnunum eru
margar og nú eiga vísindin að
hjálpa til að útrýma þeim, því að
til hvers er að fá manni byssu og
senda hann í stríð, ef hann hliðr-
ar sér hjá að nota byssuna ?
oo ★ oo
Góður staðgengill.
Kona kom inn í dýraverzlun, leit hálfvandræðalega í kringum
sig og sagði: „Haðurinn minn er svo mikið að heiman, hann
eyðir næstum öllum tómstundum sínum úti á golfvelli, og ég
er að hugsa um að fá mér páfagauk til að stytta mér stundir."
Hún þagnaði og benti á stóran, litskrúðugan páfagauk.
„Notar hann ljótt orðbragð, þessi þama?" spurði hún.
Kaupmaðurinn leit kankvíslega á konuna. „Ef þér hafið þennan
fugl hjá yður," sagði hann, „þá munuð þér ekki salcna manns-
ins yðar.“ — Magazine Digest.