Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 80

Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 80
78 ■Orval á þeim aldri er lögun kjálkans að verða fast mótuð og enda- jaxlarnir enn óþroskaðir. Að bæta missi blóðs — þýð- ingarmesta vökva líkamans — með blóði úr öðrum, er nú nærri því eins algengt og að aka bif- reið sinni að bensínstöð og fá dælt á geyminn. Og fyrir kem- ur, að algerlega er skipt um blóð 1 mannslíkamanum, eins og þeg- ar dæluhólf er tæmt og fyllt að nýju. Stundum fæðast börn með hræðilegan sjúkdóm, sem nefn- ist erythroblastis; þau hafa gulu og aðeins helming rauðra blóð- koma miðað við hið venjulega — allt vegna þess, að Rh-þáttur blóðsins er af öðrum flokki en móðurinnar. Þá verður að ná hinu eitraða blóði úr æðum barnsins og fylla þær aftur með blóði af gagnstæðum flokki. Tilbúnir líkamshlutar. Eins og vel útbúin viðgerðar- vinnustofa geymir mikið af varahiutum í vélar þær, er hún tekur til viðgerðar, þannig hef- ur líka nútíma sjúkrahús forða- búr, þar sem geymdir em nátt- úrlegir likamshlutar, en auk þess margskonar efni til að laga, end- umýja og gera við mannslíkam- ann. Margs konar málmar eru notaðir við þessar viðgerðir, svo sem nálar, naglar, pípur og vír- net. Þegar heilaæxli hefur verið numið burt með skurðaðgerð, er net úr ryðfríu stáli notað, á sama hátt og jámið í steinsteypu, til þess að fylla í gatið á höfuð- kúpunni, sem stundum getur verið 4 cm í þvermál. Einn þessara málma er vit- allium, sem er blanda af kóbolt, króm og nikkel. Það eyðist ekki fremur en ryðfrítt stál og veld- ur engri ertingu í líkaman- um. Plötur, nálar eða skorður úr þessu efni má því setja inn. í líkamsvefina, og þar getur það verið kyrrt, það sem maðurmn á eftir óiifað. Tantalum er einn af sjaldgæf- ari málrnum, sem í jörðu finn- ast. Það er sveigjanlegt og lint, gagnstætt stáli og vitallium. Það má fletja út í þunnar plötur 0,0006 mm þykkar. Einnig má búa til úr því þræði, sem eru fjórum sinnum mjórri en manns- hár. Meira en 10.000 m af þess- um þræði voru notaðir í stríð- inu, til þess að binda saman sundurslitnar taugar og æðar. Þráðanet gert úr tantalum hef- ur með góðum árangri verið not- að til að gera við rifna fituvefi í feitu fólki, þegar vefirnir hafa ekki náð að gróa. Gervi-Iiðír, Iimir, tennur, augu og hár. Mjaðmarliður hefur verið búinn til úr 45 cm langri stál- stöng með plastkúlu á öðr- um endanum. Stöngin er rekin inn í Iærlegginn, og kúlan felld. inn í augnakarlinn. Árangurinn var svo framúrskarandi, að nú vona menn, að unnt verði að búa til samskonar axlarlið. Árlega verður mikill fjöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.