Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 64
ÚRVAL
€2
vill um nýtt, merkilegt svefnlyf
að ræða.
Víðtækar tilraunir leiddu í
ljós, að lyfið er áhrifaríkt svefn-
lyf, virðist vera skaðlaust og
ékki hætta á að menn venjist
á það eins og önnur svefn- og
deyfiJyf, þó að of snemmt sé
að fullyrða slíkt, eftir ekki lengri
reynslu.
Gegn of stórum skammti af
dormison má til gagnverkunar
gefa sjúklingnum kaffi, ef hægt
er að fá hann til að drekka það,
eða dæla í hann coffeini. Dormi-
son fæst nú orðið gegn lyfseðli.
— Science News Letter.
Nýtt kjajmorkuver í Noregi.
Nýlokið er byggingu kjarn-
orkuvers í Noregi og er það
annað verið, sem byggt er í
landi, sem ekki telzt til stór-
veldanna, hitt er í Frakklandi.
Það var byggt í Kjeller í nánd
við Oslo og unnu norskir og hol-
lenzkir vísindamenn að teikn-
ingu þess, en það er sameign
ríkisstjóma Hollands og Noregs
og norska raforkufélagsins
Norsk Hydro. Hollendingarnir
leggja til úraníum, sem þeir
földu fyrir þjóðverjum á stríðs-
áranrnn, en norðmenn leggja
til raforku og þungt vatn. Ver-
ið er lítið, aðeins 300 kíló-
vött og gengur undir nafninu
Jeep (sbr. brezka kjamorku-
verið Gleep og kanadíska kjarn-
orkuverið Zeep).
Eðlisfræðingamir Gunnar
Randers og Odd Dahl, sem stóðu
fyrir byggingunni, höfðu aldrei
séð kjaraorkuver. Þeir studdust
aðeins við þá þekkingu í kjara-
orkuvísindum, sem öllum þjóð-
um eru kunnar og voru fimm
ár að Ijúka áætlun sinni og
byggingu versins. I fyrra þegar
Bandaríkin lyftu leynihulunni
af ýmsu varðandi fyrstu kjara-
orkuver sín, uppgötvuðu Rand-
ers og Dahl, að þeir höfðu reist
að heita mátti nákvæma eftir-
líkingu af úraníum-þungavatns
geyminum, sem reistur var í
Argonne 1944. Kjeller kjam-
orkuverið framleiðir jafnmikla
orku og kjamorkuverið í Arg-
onne, en það kostaði aðeins 8
milljónir króna, sem er miklu
minna en kostnaðarverð nokk-
urs annars sambærilegs kjam-
orkuvers. Þao verður notað til að
framleiða geislavirk efni (ísó-
tópur), og til að framleiða kjarn-
orku er knúið getur skip, en bæði
norðmenn og hollendingar eru
miklar siglingaþjóðir og hafa
því mikinn áhuga á nýtingu
kjarnorku til slíks. Hollenzku
og norsku eðlisfræðingarnir sem
þaraa vinna, hafa lofað því að
vera í stöðugu sambandi við
kjarnorkunefnd Bandaríkjanna
og „reyna að birta ekki upplýs-
ingar, sem hún vill ekki að séu
birtar.“
Randers og Dahl telja, að á-
rangur þeirra sanni, að smáþjóð
geti byggt kjarnorkuver fyrir
viðráðanlegt verð með þeirri
þekkingu á kjamorkuvisindun-
um, sem er ekki lengur leyndar-