Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 55
53
BEAUMARCHAIS
ing og önnur styttri verk sín í
veizlum tignarmanna í París, en
almenna frægð hlaut hann fyrst
þegar hann hóf málaferli sín
gegn erfingjum Paris-Duver-
neys eftir að hann dó 87 ára
gamall árið 1770. Rétt áður en
málið átti að koma fyrir rétt
var Beaumarehais tekinn hönd-
um og settur í fangelsi vegna
blóðugra áfloga við hertogann
af Chaulnes. Hann var látinn
laus nógu snemma til að tapa
málinu við erfingjana og var
dæmdur til að greiða þeim of-
fjár. Hann missti húsið í Rue
Condé og stóð nú uppi allslaus.
En hann lagði ekki árar í bát
og tók nú að semja flugrit sem
öfluðu honum vinsælda meðal
almennings. Beaumarchais var
á hvers manns vörum í París
eftir áflogin við hertogann af
Chaulnes, og í flugritum sínum
lagði hann nú áherzlu á og
hrósaði sér af borgarlegum upp-
runa sínum og hafði andstæð-
inga sína í aðals- og dómara-
stétt að háði og spotti. Sviss-
neskri stúlku, 23 ára gamalli,
Mademoiselle Willermaula að
nafni, fannst svo mikið til um
dirfsku hans og varð svo hrifin
af leiftrandi háði hans, að hún
gerðist ástmey hans. Hún ól
honum dóttur og mörgum árum
seinna kvæntist hann henni.
Eftir þessa glæsilegu baráttu
sína sem frelsishetja og and-
stæðingur hins óskoraða kon-
ungsvalds tók hann nú aftur að
leita eftir hylli konungs. Þessi
merkilegu sinnaskipti urðu ekkj
án árangurs. Honum tókst að
komast í samband við hirðina
og var sendur til Englands til
að stöðva þau skrif sem þaðan
var dreift um Madame du
Barry, þáverandi ástmey kon-
ungsins. Iionum tókst að þagga
niður í aðalhöfundi níðskrifanna
með ríflegum fégjöfum. Seinna
fór Beaumarchais margar ferð-
ir til London til þess að stöðva
fjárkúgun sem einhver dular-
fullur riddari rak með hótun
um að birta lannungarmál sem
honum voru kunn úr einkalífi
Lúðvíks XV. Þegar nýlendur
breta í Norður-Ameríku hófu
frelsisbaráttu sína skrifaði
Beaumarchais konungi og ráð-
herrum hans hvert bréfið á
fætur öðru til að fá þá til að
hjálpa nýlendunum. Hann fékk
sitt mál fram og spádómar hans
um frelsun Ameríku reyndust
réttir.
Árið 1780 keypti höfundur
,,Figaros“ útgáfuréttinn að
verkum Voltaires og eyddi
miklu fé í skrautútgáfu þeirra.
Á byltingarárunum hugðist
hann gerast vopnasali og bauð
uppreisnarmönnum 60000 byss-
ur frá Hollandi. Þeim viðskipt-
um lauk með því að hann var
tekinn fastur. Seinna flýði hann
til Hamborgar. Árið 1796 fékk
hann leyfi til að koma aftur til
Frakklands. Hann orti mörg
lofkvæði um Napóleon og reyndi
að fá því til leiðar komið að
hann yrði sendur til Banda-