Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 74
Þú ert söguhetjan!
Úr „Verden Idag“ og „The Listener“.
SVO ER sagt, að einu sinni
hafi glæpasöguhöfundur
skrifað sögu með þeirri óvæntu
afhjúpun í sögulok, að lesand-
inn sjálfur væri morðinginn!
Bókin er horfin með öllu —
ef til vill af því að lesendurnir
hafa óttast að þeir yrðu dregn-
ir fyrir lög og dóm — en nú
er að koma á markaðinn kvik-
mynd þar sem þú — áhorfand-
inn — ert söguhetjan, og er ekki
að efa að sú mynd verður
skemmtileg. Þú sérð að vísu ekki
sjálfan þig, en myndin fjallar
í raun og veru um þig, þú átt
bara að hugsa þér, að þú sért
kominn í annan heim — hinn
bjarta heim framtíðarinnar.
Þetta er kvikmyndin um framtíð
þína eins og framsýnir menn
ætla að hún muni verða . . .
Höfundur myndarinnar hefur
sjálfsagt reiknað rétt, þegar
hann ályktaði, að framtíð áhorf-
andans mundi hafa meira að-
dráttarafl en jafnvel hin vinsæl-
asta kvikmyndastjarna, og ekki
hefur því verið talið nauðsynlegt
að ráða aðra leikara en Jean
Pierre Aumont í aðalhlutverkið.
I>að er franska kvikmyndafélag-
ið Cinema Productions, sem hef-
ur gert myndina. Helztu menn
í Frakklandi á sviði byggingar-
listar, vísinda og lista koma i
stað annarra leikara og leika
sjáifa sig. Myndin heitir „La
Vie Commence Demain“ (Lífið
byrjar á morgun), og á að segja
þér það sem þú veizt ekki um
framtíð þína.
Nú máttu ekki gera þér nein-
ar tálvonir urn að fá að vita hve-
nær þú vinnir í happdrættinu —
hinn nýi heimur á raunar að
vera þannig, að ekki sé nauðsyn-
legt fyrir þig að eyða aurum
þínum í slíka vitleysu. Allir eiga
að hafa nægilegt til að geta lif-
að þægilegu lífi. En þú getur
fengið að sjá húsið, sem þú átt
að búa í. Hinn frægi franski
arkitekt Le Corbusier, höfund-
ur funktionalismans, hefur
teiknað það. Þetta hús hefur
raunar þegar verið bvggt. Það
er í Marseille og á að verða full-
gert í aprílmánuði.
Þessi bygging er svo merkileg,
að full ástæða er til að lýsa henni
með nokkrum orðum. Um það
bil sem styrjöldinni var að ljúka
ákvað stjórn hins franska lýð-
veldis að ,,þjóðnýta“ hæfileika
Le Corbusier, hins ókrýnda kon-
ungs franskra arkitekta. Hon-
um var falið að byggja hús eitt