Úrval - 01.02.1952, Side 39

Úrval - 01.02.1952, Side 39
TÍMINN OG MÆLING HANS 37 hjóli á; tannhjólið var í sam- bandi við einskonar pendúl, stöng sem sveiflaðist sitt á hvað. Við hverja sveiflu sleppti hún einni tönn og um leið sneri lóð- ið ásnum um eina tönn og seig svolítið við það. Framan á klukkuverkið var sett skífa með vísum, sem mörkuðu tímana og stundum einnig mínúturnar. Síð- ar var vandalítið að setja slag- verk í samband við klulikuverk- ið, og brátt tók turnklukkan að hringja munkana til tíða í flest- um klaustrum Evrópu. Þessar klukkur voru ekki nákvæmar, stundum flýttu þær sér eða seinkuðu um klukkutíma á sólar- hring, og varð því oft að setja þær eftir sólúrinu. En þetta var bylting. Það var fyrsta sjálfvirka vélin, sem munkarnir fundu upp, og hún hafði undarleg áhrif á trúna. Margir álitu, að úr því að mað- urinn gat búið til vél, sem var sjálfvirk, væri ekkert líklegra en að allur heimurinn væri í eðli sínu eitt allsherjarklukkuverk, með hjól innan í hjóli og hjól utan á hjóli, sem verkuðu hvert á annað og snerust eftir áætlun sem var fyrirfram ákveðin og óskeikul. Þetta virtist gera af- skipti hinnar guðlegu forsjónar óþörf og andans mönnum á seinnihluta miðalda hætti til að gleyma því, að einnig klukku- verkið verður að draga upp og setja af stað í upphafi. Klukkuverkið, þessi uppfinn- ing hinna frómu klausturbræðra, var fyrst tekið í þjónustU kirkj- unnar; en nú tók það að grafa undan áhrifum hennar og veikja trúna. Margir töluðu um hina undursamlegu heims- klukku, sem gengi um alla eilífð. Hjól hennar náðu frá stjörnun- um niður til jarðarinnar, já, jafnvel inn í hjörtu mannanna. Hið mikla klukkuverk, driff jöð- ur alheimsins, gaf stjörnuspá- dómuniun, sem voru ævaforn, babýlonsk heiðni, byr undir vængi, en samkvæmt kenningum stjörnuspekinnar ræður gangur stjamanna og plánetanna örlög- um mannsins. En úrsmíðin átti eftir að taka fleiri breytingum. Svo bar við dag einn á sextándu öld, að nítj- án ára gamall ítali, Galileo Gali- lei, var staddur í dómkirkjunni í Písa og horfði á tendraðar ljósakrónurnar sveiflast hægt til uppi undir þakinu. Hann mældi sveiflurnar við æðaslátt sinn og uppgötvaði að þær krónur, sem hengu í stutturn böndum, sveifl- uðstu hraðar en hinar, og að það hafði ekki áhrif á sveiflu- tíðnina, hvort sveiflurnar voru stórar eða litlar. Segja má, að þennan dag hafi ný visindi orð- ið til, kenningin um hreyfingu hlutanna eða aflfræðin (dynam- ik). Hún er grundvöllur allra annarra greina náttúruvísind- anna. Hún skýrir hreyfingar plá- netanna og stjarnanna, flug fuglanna og flugvéíanna, orku- myndunina í túrbínu eða hreyfli, og hringdans rafeindanna kring-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.