Úrval - 01.02.1952, Page 39
TÍMINN OG MÆLING HANS
37
hjóli á; tannhjólið var í sam-
bandi við einskonar pendúl,
stöng sem sveiflaðist sitt á hvað.
Við hverja sveiflu sleppti hún
einni tönn og um leið sneri lóð-
ið ásnum um eina tönn og seig
svolítið við það. Framan á
klukkuverkið var sett skífa með
vísum, sem mörkuðu tímana og
stundum einnig mínúturnar. Síð-
ar var vandalítið að setja slag-
verk í samband við klulikuverk-
ið, og brátt tók turnklukkan að
hringja munkana til tíða í flest-
um klaustrum Evrópu. Þessar
klukkur voru ekki nákvæmar,
stundum flýttu þær sér eða
seinkuðu um klukkutíma á sólar-
hring, og varð því oft að setja
þær eftir sólúrinu.
En þetta var bylting. Það var
fyrsta sjálfvirka vélin, sem
munkarnir fundu upp, og hún
hafði undarleg áhrif á trúna.
Margir álitu, að úr því að mað-
urinn gat búið til vél, sem var
sjálfvirk, væri ekkert líklegra
en að allur heimurinn væri í eðli
sínu eitt allsherjarklukkuverk,
með hjól innan í hjóli og hjól
utan á hjóli, sem verkuðu hvert
á annað og snerust eftir áætlun
sem var fyrirfram ákveðin og
óskeikul. Þetta virtist gera af-
skipti hinnar guðlegu forsjónar
óþörf og andans mönnum á
seinnihluta miðalda hætti til að
gleyma því, að einnig klukku-
verkið verður að draga upp og
setja af stað í upphafi.
Klukkuverkið, þessi uppfinn-
ing hinna frómu klausturbræðra,
var fyrst tekið í þjónustU kirkj-
unnar; en nú tók það að grafa
undan áhrifum hennar og
veikja trúna. Margir töluðu um
hina undursamlegu heims-
klukku, sem gengi um alla eilífð.
Hjól hennar náðu frá stjörnun-
um niður til jarðarinnar, já,
jafnvel inn í hjörtu mannanna.
Hið mikla klukkuverk, driff jöð-
ur alheimsins, gaf stjörnuspá-
dómuniun, sem voru ævaforn,
babýlonsk heiðni, byr undir
vængi, en samkvæmt kenningum
stjörnuspekinnar ræður gangur
stjamanna og plánetanna örlög-
um mannsins.
En úrsmíðin átti eftir að taka
fleiri breytingum. Svo bar við
dag einn á sextándu öld, að nítj-
án ára gamall ítali, Galileo Gali-
lei, var staddur í dómkirkjunni
í Písa og horfði á tendraðar
ljósakrónurnar sveiflast hægt til
uppi undir þakinu. Hann mældi
sveiflurnar við æðaslátt sinn og
uppgötvaði að þær krónur, sem
hengu í stutturn böndum, sveifl-
uðstu hraðar en hinar, og að
það hafði ekki áhrif á sveiflu-
tíðnina, hvort sveiflurnar voru
stórar eða litlar. Segja má, að
þennan dag hafi ný visindi orð-
ið til, kenningin um hreyfingu
hlutanna eða aflfræðin (dynam-
ik). Hún er grundvöllur allra
annarra greina náttúruvísind-
anna. Hún skýrir hreyfingar plá-
netanna og stjarnanna, flug
fuglanna og flugvéíanna, orku-
myndunina í túrbínu eða hreyfli,
og hringdans rafeindanna kring-