Úrval - 01.02.1952, Blaðsíða 35
HVERSVEGNA TlZKAN BREYTIST
33
föðurins, og hin lokkandi áhrif
tjáðu ósk konunnar að ná sér 1
maka.
Fyrri orsökin er nú að mestu
úr sögunni; sú seinni mun
sennilega aldrei hverfa. Við
buxurnar og „tækifæriskjólinn“
verðum við því að bæta „veizlu-
kjólnum“ eða tízkukjólnum sem
jafnvel verksmiðjustúlkur fara
i þegar þær fara út að skemmta
sér. Sennilega verður í framtíð-
inni meiri munur á dag- og
kvöldklæðnaði, því að kvenþjóð-
inni mun verða óljúft að láta
af hendi jafnmáttugt vopn.
Karlmennirnir munu heldur
ekki óska eftir því.
Um karlmannatízkuna er það
að segja, að hún er greinilega
á vegamótum. Átjándu aldar
tizkan var tízka aðalsins, upp-
runninj í Frakklandi. Nítjándu
aldar tízkan var tízka hinna
efnuðu borgara. Hún var ensk
og var ætlað að sýna, að þeir
sem henni fylgdu væru „sóma-
kærir“ menn er gætu og vildu
sjá fjölskyldu sinni vel borgið.
Og kvenfólkið valdi sér eigin-
menn með hliðsjón af þessu.
En þörfin á því er nú minni
eftir að konurnar eru farnar að
vinna fyrir sér sjálfar. Konur
geta nú farið að velja sér eig-
inmenn eftir því hve aðlaðandi
þeir eru sem karlmenn, og því
mun karlmannafatatízkan í
framtíðinni einkum leggja
áherzlu á og draga fram hina
karlmannalegu eiginleika, á
sama hátt og kventízkan fyrr
á tímum lagði einkum áherzlu á
hina kvenlegu eiginleika.
CO iz CSD
Lítil hrifaing'.
Öldruð bændahjón frá Miðenglandi brugðu sér á Bretlands-
hátíðina í London, sem haldin var í fyrrasumar. Þau námu
staðar fyrir framan glerrúðu á þvottavél, sem var í fullum
gangi og mátti sjá í gegnum rúðuna hvernig hún þvældi þvott-
inum til og frá.
Það hnussaði fyrirlitlega i gömlu konunni. „Ef þetta er sjón-
varp," sagði hún, ,,þá mega þeir hafa það fyrir mér.“
— English Digest.
★
Misskilmngnr.
Kona nokkur tókst ferð á hendur til Jerúsalem. Þegar þang-
að kom var henni sagt, að nýr vegur væri kominn milli Ðan
og Beerschaba.
,,Nei, nú er ég hissa," sagði konan. „Ekki vissi ég að Dan
og Beerschaba væru staðir. Ég hef alltaf haldið að það væru
hjón eins og Sódóma og Gómorra."
— Saturday Fare.