Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 24

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL bili. Hann sýndi fram á að þessi straumur kæmi ekki frá vöðv- unum eða húðinni, heldur frá heilanum. Það kom mönnum raunar ekki á óvart að heilinn gæfi frá sér rafrnagnsstraum — það gera allar starfandi frumur. Það sem athygli vakti var hin reglu- bundna hrynjandi straumstyrk- leikans. Eina skýringin var sú, að mikill fjöldi heilafruma störfuðu saman með jöfnum hraða, því að örfáar frumur gátu ekki gefið frá sér svo sterkan straum að unnt væri að merkja hann gegnum höfuð- kúpuna. Fimm árum seinna prófuðu prófessor E. D. Adrian og dr. Brian Matthews niðurstöður Bergers. Þeir fundu þennan breytilega rafmagnsstraum frá heilanum. Það er hægt að magna hann og láta hann stjórna ritstíl. Þeir hófu síðan kerfisbundn- ar tilraunir til að komast að raun um hvað hefði áhrif til breytingar á þessa hrynjandi, sem þeir kölluðu alfahrynjand- ina. Hjá flestum hvarf hrynj- andin þegar þeir opnuðu augun. Og fleira varð til þess að raska henni. Eitt sinn lá tilraunamað- ur með lokuð augun og heila- bylgjuritinn sýndi ótruflaðar alfabylgjurnar. Svo sagði lækn- irinn: ,,Opnið nú ekki aug- un, en margfaldið í huganum sex og sjö með sjö og leggið saman útkomurnar.“ Línan sem ritinn markaði varð bein undir eins og maður- inn fór að glíma við dæmið. „E — níutíu og einn.“ Það kom í ljós, að alfabylgj- urnar hverfa ekki aðeins þeg- ar augun eru opnuð, heldur einnig þegar heilinn tekur við skilaboðum utan frá. Hún hverfur einnig við hreint hugar- starf — t. d. glímu við reikn- ingsdæmi. Hér er afbrigði sömu tilraunar. „Margfaldið í huganum sjö og átta með sex og leggið sam- an útkomurnar. En bíðið ögn. Byrjið ekki fyrr en þér sjálfir viljið — eftir svolitla stund.“ Alfabylgjumar haldast ó- breyttar. Allt í einu verður línan bein. „Nú eruð þér að byrja að reikna, er það ekki?“ spyr lækn- irinn. Breytíng á hugarstarfi var í fyrsta skipti skráð á vélrænan hátt. Læknirinn gat sagt ná- kvæmlega hvenær tilraunamað- urinn byrjaði að glíma við dæm- ið, með því blátt áfram að horfa á línuritið af heilabylgjum hans. Næst var tilraunamaðurinn beðinn um að fara með vísu, sem hann kynni vel og hafa lok- uð augun. Hann fór með gamalkunna bamaþulu, en alfabylgjurnar héldust óbreyttar á meðan. Sú andlega áreynsla sem þurfti til að fara með gamalkunna vísu var ekki nógu mikil til að raska henni. — Allt í einu tók til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.