Úrval - 01.04.1952, Side 33

Úrval - 01.04.1952, Side 33
DRAUMAR OG DRAUMASKÝRINGAR 31 ,,geta sýnt því hvað hann gæti“, að komast upp fyrir það. Þegar honum hefur tekhit að sýna fólk- inu hvað hann getur, vill hann vekja aðdáun ungfrú H., lag- legrar stúlku, sem í veruleikan- um hefur ekki viljað sinna hon- um neitt. Ef honum tekst það, er þrá hans fullnægt. Draumar um hr&p. ,,Ég stend á þakbrún og horfi niður. Þarna er gatan, tíu hæð- um neðar. Óviðráðanlegt afl tog- ar mig fram af brúninni. Ég verð skelfingu lostinn. Ég hef ekki þrótt til að standa gegn þessu afli. Ég missi jafnvægið og byrja að hrapa. Þá vakna ég. baðaður í svita.“ Svona drauma dreymir venju- lega þá, sem haldnir eru mögn- uðum kvíða. Fallið getur tákn- að ótta draumamannsins við að missa stjórn á sér, að láta und- an einhverju, sem hann ótt- ast. Framangreindan draum dreymdi konu urn þrítugt, sem var hrædd við að verða ástfang- in af kvæntum manni. Kvöldið áður en hana dreymdi draum- inn, höfðu þau bæði verið í garð- veizlu, sem haldin var uppi á hctelþaki, og vísar það til þaks- ins í draumnum. Þegar sá sem hrapar er ekki draumamaðurinn sjálfur, er merking draumsins allt önnur. Sálfræðingar telja slíkan draum merki um „dauðaósk". Draum- urinn tjáir andúð draumamanns- ins á fórnarlambinu og löngun til að láta hann ,,hrapa“ eða tortíma honum. Draumar uin óstundvísL „Ég er að búa mig að heim- an áður en ég fer af stað til járnbrautarstöðvarinnar, þar sem ég ætla að ná í lest. Ég er alltaf vanur að koma á járn- brautarstöðvar löngu fyrir burt- farartíma og hafa vinir mínir það oft í flimtingum. En nú get ég ekki lokað ferðatöskunni. Mér finnst ég vera óra-tíma að þvinga niður lokið og læsa tösk- unni. Loks kemst ég af stað, en leigubíllinn sem ég ek í, snigl- ast áfram. Bílstjórinn kennir umferðinni um. Þegar ég loks kem á stöðma, er lestin farin.“ Draumar af þessu tagi eru merki um tvær óskir, sem tog- ast á í draumamanninum. í þessu tilviki langaði drauma- manninn til að þiggja heimboð vinar í sumarbústað, en óttað- ist að hann yrði veikur meðan á heimsókninni stæði, og yrði þannig vini sínum til óþæginda. Hann vildi fara, en líka vera kyrr heima. Draumurinn vísað leið út úr vandanum: hann ger- ir tilraun til að fara, en óvið- ráðanleg atvik varna honum ferðarinnar. Gamalt fólk eða fólk sem er örþreytt, dreymir oft svona drauma. I þeim er tíðurn fólg- in aðvörun: þú getur ekki gert það sem þig langar til; þú hef- ur ekki mátt til þess; þú ert of þreyttur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.