Úrval - 01.04.1952, Síða 33
DRAUMAR OG DRAUMASKÝRINGAR
31
,,geta sýnt því hvað hann gæti“,
að komast upp fyrir það. Þegar
honum hefur tekhit að sýna fólk-
inu hvað hann getur, vill hann
vekja aðdáun ungfrú H., lag-
legrar stúlku, sem í veruleikan-
um hefur ekki viljað sinna hon-
um neitt. Ef honum tekst það,
er þrá hans fullnægt.
Draumar um hr&p.
,,Ég stend á þakbrún og horfi
niður. Þarna er gatan, tíu hæð-
um neðar. Óviðráðanlegt afl tog-
ar mig fram af brúninni. Ég
verð skelfingu lostinn. Ég hef
ekki þrótt til að standa gegn
þessu afli. Ég missi jafnvægið
og byrja að hrapa. Þá vakna
ég. baðaður í svita.“
Svona drauma dreymir venju-
lega þá, sem haldnir eru mögn-
uðum kvíða. Fallið getur tákn-
að ótta draumamannsins við að
missa stjórn á sér, að láta und-
an einhverju, sem hann ótt-
ast. Framangreindan draum
dreymdi konu urn þrítugt, sem
var hrædd við að verða ástfang-
in af kvæntum manni. Kvöldið
áður en hana dreymdi draum-
inn, höfðu þau bæði verið í garð-
veizlu, sem haldin var uppi á
hctelþaki, og vísar það til þaks-
ins í draumnum.
Þegar sá sem hrapar er ekki
draumamaðurinn sjálfur, er
merking draumsins allt önnur.
Sálfræðingar telja slíkan draum
merki um „dauðaósk". Draum-
urinn tjáir andúð draumamanns-
ins á fórnarlambinu og löngun
til að láta hann ,,hrapa“ eða
tortíma honum.
Draumar uin óstundvísL
„Ég er að búa mig að heim-
an áður en ég fer af stað til
járnbrautarstöðvarinnar, þar
sem ég ætla að ná í lest. Ég
er alltaf vanur að koma á járn-
brautarstöðvar löngu fyrir burt-
farartíma og hafa vinir mínir
það oft í flimtingum. En nú get
ég ekki lokað ferðatöskunni.
Mér finnst ég vera óra-tíma að
þvinga niður lokið og læsa tösk-
unni. Loks kemst ég af stað,
en leigubíllinn sem ég ek í, snigl-
ast áfram. Bílstjórinn kennir
umferðinni um. Þegar ég loks
kem á stöðma, er lestin farin.“
Draumar af þessu tagi eru
merki um tvær óskir, sem tog-
ast á í draumamanninum. í
þessu tilviki langaði drauma-
manninn til að þiggja heimboð
vinar í sumarbústað, en óttað-
ist að hann yrði veikur meðan
á heimsókninni stæði, og yrði
þannig vini sínum til óþæginda.
Hann vildi fara, en líka vera
kyrr heima. Draumurinn vísað
leið út úr vandanum: hann ger-
ir tilraun til að fara, en óvið-
ráðanleg atvik varna honum
ferðarinnar.
Gamalt fólk eða fólk sem er
örþreytt, dreymir oft svona
drauma. I þeim er tíðurn fólg-
in aðvörun: þú getur ekki gert
það sem þig langar til; þú hef-
ur ekki mátt til þess; þú ert
of þreyttur.