Úrval - 01.04.1952, Page 35
DRAUMAR OG DRAUMASKÝRINGAR
33
skýringar sálfræðinganna í eðli
sínu hinar sörnu og 'peirra spá-
manna, sem fást við að skrifa
draumabækur ? mun einhver ef
til vill spyrja.
Nei, þar er mikill eðlismunur
á, sem ljóst verður ef við athug-
um draumabækurnar. Grund-
vallarregla draumskýringanna í
draumabókunum er sú, að líkt
fæði af sér líkt: ef mig dreym-
ir jarðarför, mun emhver ná-
kominn mér deyja bráðlega; ef
mig dreymir gull, bíður mín auð-
ur á næsta leiti.
Reynslan afsannaði hinsvegar
aftur og aftur þessa reglu; jarð-
arfarardraumi fylgdu oft at-
burðir, sem voru allt annað en
sorglegir, og gulldraumarnir
voru stundum undanfari ó-
heilla. Lífið gekk með öðrum
orðum sinn gang án tillits til
illra eða góðra fyrirboða í
draumum. Sumum draumspá-
mönnum og spákonum fannst
því nauðsynlegt að endurskoða
þessa meginreglu og breyta
henni.
,,Ef líkt fæðir ekki af sér líkt,“
skrifaði gullgerðarmaður eitt
sinn, „þá hlýtur hið gagnstæða
að vera rétt.“ Meginreglunni var
því snúið við: að dreyma jarðar-
för boðar gott, að dreyma gull
veit á illt.
Draumabókunum ber því ekki
alltaf saman, og ef við kaupum
nógu margar, getum við fengið
næstum hvaða ráðningu sem er
á öllum draumum okkar.
Þeim, sem vilja leita skyn-
samlegra skýringa á draum-
um sínurn, skal ráðlagt eftirfar-
andi: P’leygið öllum „drauma-
bókum“ spákvenna og stjörnu-
spekinga, sem þér kunnið að
eiga, í eldinn. Reynið ekki að
skýra drauma út frá því um
hva'ö þeir eru. Persónur og um-
hverfi í draumum eru ekki ann-
að en leikbrúður og leiktjöld.
Reynið að gera yður ljóst sam-
hengið í draumnum. Hvað
skeði? I-Iver varð fyrir því?
Hverjar voru tilfinningar yðar
í draumnum?
Rifjið upp það sem skeði dag-
inn fyrir drauminn. Reynið að
finna atvik, sem á einhvern hátt
getur skýrt samhengið í
draumnum. Athugið, hve marga
menn, sem máli skipta fyrir yð-
ur í vöku, þér getið þekkt bak
við dulargervið, sem þeir hafa
tekið á sig í draumnum. Ef
þér þekkið fólkið bak við
grímurnar sem það ber í
draumnum, og ef þér get-
ið tengt drauminn áþekkum að-
stæðum í vökulífi yðar, þá get-
ur hann sagt yður ýmislegt
merkilegt — um yður sjálfan.
Hann getur dregið fram í
dagsljósið leyndar óskir og ótta,
sem þér hafið falið fyrir yður
sjálfum. Hann getur afhjúpað
hinar raunverulegu, duldu til-
finningar yðar gagnvart um-
heiminum. Og þegar þér hafið
öðlast þessa vitneskju um sjálf-
an yður, hafið þér miklu betri
aðstöðu en áður til að breyta
skynsamlega.