Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 41

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 41
SAMYRKJUÞORP I ISRAEL 39 og viljað koma þeim í fram- kvæmd. Hvernig eru svo þessi litlu samfélög skipulögð, því að eitt- hvert skipulag hlýtur að vera á sambúð þeirra 100 fjölskyldna, sem mynda þorpsfjölskylduna. Þorpinu stjórnar 3 eða 5 manna stjórn, sem kosin er annað hvert ár. í þorpi sem ég heim- sótti voru 3 konur og tveir karlar í stjórn. Hún hefur á hendi skipulags- og efnahags- stjórn í þorpinu. Hinum hag- nýtu störfum er skipt niður á starfshópa, sem menn eiga frjálst val um að svo miklu leyti sem unnt er. Þeir leysa af hendi hin ýmsu störf, svo sem kúahirðingu og mjaltir, barna- gæzlu, kennslu o. fl. og er einn íorustumaður eða kona í hverj- um starfshóp. Það getur stund- um verið erfitt að fá jafnvægi milli starfshópa með frjálsu vali. Áhugi unglinganna getur beinzt inn á hinar undarlegustu brautir, t. d. geta allt í einu orðið of margir kvendráttar- vélastjórar eða of margir karl- menn við eldhússtörf. Ekkert starf er metið öðru mikilvæg- ara. Launin, lífskjörin, eru hin sömu fyrir alla, konur jafnt sem karla. Ég held það sé skýr- ingin á því að kvenfólk vinnur þar ýms þau störf sem við er- um vön að telja karlmanns- verk, og öfugt. Afkoma þorpsbúa byggist mest á búskapnum, en í stærri þorpunum er jafnan einhver iðnaður, handiðnaður eða ein- hver sérgrein, svo sem fiski- ræktin í norðurhéruðum lands- ins. Afurðasöluna annast sam- vinnufélag, sem einnig sér um innkaup á matvöru, fatnaði og öðrum neyzluvörum þorpsbúa, vélum, áburði o. fl. til búsins og er jafnframt banki þorps- ins. Nokkur samyrkjuþorp, um 20, telja 500 fjölskyldur innan sinna vébanda, eða um 2500 manns, en ýmsir sem ég átti tal við töldu þau of stór. Einstakl- ingurinn hefði of litla yfirsýn yfir starfsemi búsins, sam- ábyrgðartilfinningin yrði lítil, honum fyndist hann vera eins og lítið hjól í risastórri vél. Á hinn bóginn eru mjög lítil sam- yrkjuþorp einnig talin óheppi- leg. Hætta er á að ráðríkir ein- staklingar geti orðið þar of valdamiklir, auk þess sem lítil bú geta ekki skapað fólkinu eins góð lífskjör. Heppilegust stærð er talin 80 til 100 fjöl- skyldur. Skipulag slíks þorps er venju- lega þannig, að í miðjunni eru allar byggingar til sameigin- legra afnota, austast í þorpinu eru verzlunar- og iðnaðarbygg- ingar sem skjólveggur gegn hinum þurra austanvindi, en í vestur- og suðurhluta þorpsins eru íveruhús fólksins. I miðju þorpinu er sem sé almennings- eldhúsið, þvottahúsið, birgða- geymsla fyrir vinnuföt karla, kvenna og barna, saumastofa,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.