Úrval - 01.04.1952, Qupperneq 41
SAMYRKJUÞORP I ISRAEL
39
og viljað koma þeim í fram-
kvæmd.
Hvernig eru svo þessi litlu
samfélög skipulögð, því að eitt-
hvert skipulag hlýtur að vera á
sambúð þeirra 100 fjölskyldna,
sem mynda þorpsfjölskylduna.
Þorpinu stjórnar 3 eða 5 manna
stjórn, sem kosin er annað
hvert ár. í þorpi sem ég heim-
sótti voru 3 konur og tveir
karlar í stjórn. Hún hefur á
hendi skipulags- og efnahags-
stjórn í þorpinu. Hinum hag-
nýtu störfum er skipt niður á
starfshópa, sem menn eiga
frjálst val um að svo miklu
leyti sem unnt er. Þeir leysa af
hendi hin ýmsu störf, svo sem
kúahirðingu og mjaltir, barna-
gæzlu, kennslu o. fl. og er einn
íorustumaður eða kona í hverj-
um starfshóp. Það getur stund-
um verið erfitt að fá jafnvægi
milli starfshópa með frjálsu
vali. Áhugi unglinganna getur
beinzt inn á hinar undarlegustu
brautir, t. d. geta allt í einu
orðið of margir kvendráttar-
vélastjórar eða of margir karl-
menn við eldhússtörf. Ekkert
starf er metið öðru mikilvæg-
ara. Launin, lífskjörin, eru hin
sömu fyrir alla, konur jafnt
sem karla. Ég held það sé skýr-
ingin á því að kvenfólk vinnur
þar ýms þau störf sem við er-
um vön að telja karlmanns-
verk, og öfugt.
Afkoma þorpsbúa byggist
mest á búskapnum, en í stærri
þorpunum er jafnan einhver
iðnaður, handiðnaður eða ein-
hver sérgrein, svo sem fiski-
ræktin í norðurhéruðum lands-
ins. Afurðasöluna annast sam-
vinnufélag, sem einnig sér um
innkaup á matvöru, fatnaði og
öðrum neyzluvörum þorpsbúa,
vélum, áburði o. fl. til búsins
og er jafnframt banki þorps-
ins.
Nokkur samyrkjuþorp, um
20, telja 500 fjölskyldur innan
sinna vébanda, eða um 2500
manns, en ýmsir sem ég átti tal
við töldu þau of stór. Einstakl-
ingurinn hefði of litla yfirsýn
yfir starfsemi búsins, sam-
ábyrgðartilfinningin yrði lítil,
honum fyndist hann vera eins
og lítið hjól í risastórri vél. Á
hinn bóginn eru mjög lítil sam-
yrkjuþorp einnig talin óheppi-
leg. Hætta er á að ráðríkir ein-
staklingar geti orðið þar of
valdamiklir, auk þess sem lítil
bú geta ekki skapað fólkinu
eins góð lífskjör. Heppilegust
stærð er talin 80 til 100 fjöl-
skyldur.
Skipulag slíks þorps er venju-
lega þannig, að í miðjunni eru
allar byggingar til sameigin-
legra afnota, austast í þorpinu
eru verzlunar- og iðnaðarbygg-
ingar sem skjólveggur gegn
hinum þurra austanvindi, en í
vestur- og suðurhluta þorpsins
eru íveruhús fólksins. I miðju
þorpinu er sem sé almennings-
eldhúsið, þvottahúsið, birgða-
geymsla fyrir vinnuföt karla,
kvenna og barna, saumastofa,