Úrval - 01.04.1952, Qupperneq 45
SAMYRKJUÞORP 1 ÍSRAEL
43
skipulagsbreyting verður sjálf-
sagt óumflýjanleg, þau verða
að borga skatt til hins nýja rík-
is til að standa straum af sam-
eiginlegum öryggismálum og
öðrum aðgerðum ríkisvaldsins.
Samyrkjulandnemarnir í ís-
íael komu, eins og landnem-
arnir í Ameríku, að úr öllum
áttum og hófu landnámið með
samvinnu til að létta sér störf-
in og sem vörn gegn utanað-
komandi hættum. Og nú geta
hinir ungu synir og dætur
ísrael sýnt heiminum nýtt sam-
félag. Þau lifa og starfa fyrir
velferð þessa samfélags, og að
ævi lokinni geta þau dáið ró-
leg. Það er að vísu ekki þörf á
miklum reikningsskilum að
þeim látnum, því að þau eiga
ekki neitt, en þau þekkja per-
sónulega það samfélag, sem
annast mun um afkomendur
þeirra og vita að heimili þorps-
f jölskyldunnar stendur þeim op-
ið. Á meðan þessi fjölskylda
heldur saman er einstaklingun-
um ekki hætta búin.
•k •k
1 samyrkjuþorpi.
Að sjálfsögðu eiga samyrkjuþorpin við sína erfiðleika
að etja. Eitt er skortur á kvenfólki. Annað er allströng skömmt-
un matvæla, vegna þess að í landinu ríkir matvælaskortur.
Ástandinu er skemmtilega lýst í einni af þessum sjálfsháðsku
skrítlum, sem gyðingar hafa svo gaman af að segja.
Amerísk gyðingakona kom í heimsókn í samyrkjuþorp. Hún
var ein af þessum þreytandi konum, sem ímyndunaraflið hleyp-
ur með í gönur, þær sjá alla hluti í rósrauðum bjarma, en
koma ekki auga á hina hversdagslegu erfiðleika. Hún átti
ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni á mikilfeng-
leik þessara nýju lifshátta, þar sem allir unnu fyrir heildina.
Kvöldið áður en hún fór bað hún um að þorpsbúum yrði boð-
ið til fundar í samkomusal þorpsins. Þar hélt hún ræðu og tal-
aði innfjálgum orðum um hinn dásamlega anda samhyggju og
samvinnu sem hún hefði kynnzt í þorpinu. Það hefði snortið
sig djúpt. Nú langaði hana til að gera eitthvað fyrir þau þeg-
ar hún kæmi heim til Bandaríkjanna. Hvað vildu þau að hún
sendi þeim? Það varð drykklöng þögn í salnum. Svo sagði
þreytuleg karlmannsrödd: „Sendið okkur kvenfólk." Konan
roðnaði. Henni varð í fyrstu orðfall, en gat loks stunið upp
að hún hefði ekki haft slíkt í huga, hún hefði hugsað sér mat-
vælapakka af einhverju tagi. Hvaða matvæli myndu þau helzt
kjósa sér? Það varð aftur drykklöng þögn. Svo sagði sama
þreytta karlmannsröddin: „Sendið okkur ætt kvenfólk."
— Julien Duguid í „The Listener".
6*