Úrval - 01.04.1952, Side 78
76
ÚRVAL
ekki enn skipað vísindunum
réttan sess í hugum okkar, og
hvar annarsstaðar getum við
vænzt þess að þau skapi verð-
mæti?
Við höfum notað þau eins og
vél án vilja, uppvakinn anda til
að þræla fyrir okkur. Ég trúi
því að vísindin geti skapað verð-
mæti; og muni skapa þau, á
sama hátt og bókmenntirnar,
með því að skyggnast inn í per-
sónuleika mannsins; með því að
uppgötva þau öfl sem eru að
verki í honum. Þannig hafa
miklir rithöfundar kannað
manninn. Vísindalegt innsæi er
ekki frábrugðið listrænu innsæi.
Vísindin munu skapa verðmæti
og uppgötva dyggðir þegar þau
fara að skyggnast inn í mann-
inn, rannsaka hvað skilur hann
frá dýrunum, og samfélag hans
frá hóplífi dýranna.
Við sem nú lifum verðum að
sigrast á ótta okkar, og til-
einka okkur, öll, hugmyndir
vísindanna í sama skilningi og
við höfum öll lært að lesa og
skrifa. Einungis með því móti
getum við lært að beita vísind-
unum rétt. Og við erum að
byrja að læra það; við höfum
loksins lært að hörfa ekki und-
an hinum fjallháa hlaða stað-
reyndanna; þær hafa sín eigin
lögmál, þróttmikil og lifandi, og
ímyndunaraflið tengir þær sam-
an.
Ég hef talað við ykkur, kæru
barnabarnabörnin mín, sem
stærðfræðingur: sem iðkandi
þeirrar vísindagreinar er eitt
samtíðarskáid mitt hefur kall-
að „óhlutstæða gríska fjar-
stæðu“. Er til óhlutstætt ímynd-
unarafl? Og mun það lifa
fram á ykkar daga? Ég held
það, og ég held það muni verða
grundvöllur hugmyndalífs ykk-
ar. Það er trú mín, að líf ykkar
verði skapandi og djarft; því
að vísindin munu auðga það en
ekki gera það fátæklegra. Þið
munuð vita hvort þessi spá mín
rætist. Ég vildi óska þið gætuð
sagt mér það.
OG -Sf CO
Iilui' fyrirboði?
Bnn er svo víðast hvar í heiminum, að það er konan, sem
í bókstaflegum skilningi kyndir elda heimilisins. En á tslandi
er fyrsta stóra hitaveitan þegar tekin til starfa. Þrjú þúsund
heimili fá dag og nótt hita frá einni og sömu miðstöð.
Við munum einnig fá slík þægindi áður en varir, og hvar
verður þá þörf fyrir mildar hendur til að kveikja eld? Hvaða
karlmaður sem er getur skrúfað frá miðstöðvarofni, og við hinu
undursamlega hlutverki okkar — að viðhalda eldinum á ami
heimilisins — tekur ómerkilegur vatnshani eða straumrofi.
— Gabrielle Brun í „Mother", Englandi.