Úrval - 01.04.1952, Síða 81
MK. SMITH
79'
ég við . . . Það er ekki alltaf
skemmtilegt." Hann brosti. „Stund-
um var það alveg djöfullegt og okkur
langaði til að drepa hvern annan.
Þegar hann féll," hélt hann á-
fram, „fannst mér eins og ég hefði
misst bróður minn. Og það var líka
verra fyrir þá sök, að hann féll ekki
í bardaga."
„Hvernig var hann drepinn ?“
„Ja, það veit eiginlega enginn. En
hann var skotinn eina nótt af varð-
manni, sem sagðist hafa haldið að
höfuðsmaðurinn væri japani að læð-
ast inn í herbúðirnar. Þessum varð-
manni var í nöp við höfuðsmanninn,
og við héldum allir að mannkvik-
indið hefði gert þetta af ásettu ráði.“
Hann andvarpaði þungan og hélt
áfram. „En það var ekki hægt að
sanna neitt og hann slapp . . .“
Svo tók hann böggulinn upp af
borðinu, þar sem hann hafði lagt
hann, og rétti mér. Það var eins og
hann væri að fremja helgiathöfn.
Höfuðsmaðurinn var siskrifandi,"
sagði hann. „Stundum skrifaði hann
alla nóttina eins og hann yrði að
ljúka við eitthvað. Hérna er það.
Þegar hann var fallinn, fann ég
þetta í kofanum hans. Það var skrif-
að utan á böggulinn til mín og hann
bað mig að færa yður hann per-
sónulega, ef eitthvað kæmi fyrir . . .“
„Hafið þér ekki lesið það?“ spurði
ég.
„Nei, ég er ekki mikið fyrir lestúr,
ef ég get haft eitthvað annað fyrir
stafni. Það léttir af mér þungu fargi
að vita böggulinn í yðar höndum.
Ég var oft nærri búin að týna honum
á flækingnum. En þetta var . . .
hvað kallið þér það? . . . einskonar
köllun. Höfuðsmanninum var svo um-
hugað um hann. Hann var skrítinn
náimgi. Hann gat hlegið, drukkið og
sagt sögur, og hann var alveg laus
við allan stórbokkaskap. En það var
eins og hann væri alltaf hálfdapur.
Ég held hann hafi hugsað of mikið."
Við tókumst aftur í hendur og
hann fór. Ég opnaði böggulinn. I
honum voru tvö til þrjú hundruð
ritaðar síður, sumar vélritaðar, aðr-
ar handskrifaðar. Pappírinn var af
ýmsu tagi og var upplitaður og skell-
óttur af hitabeltissólskini og ef til
vill saltri sjávai'þoku. Ég fór að lesa.
handritið, og þegar komið var að
kvöldverðartíma, lét ég færa mér
matinn inn í skrifstofuna og hélt
áfram lestrinum. Ég lauk við að
lesa handritið klukkan tvö um nótt-
ina, og á síðustu síðunni var eins-
konar eftirskrift, sem var stiluð til
min Hún var á þessa leið:
„Ef þú telur að hægt sé að birta
þetta, þá væri það mér gleðiefni.
Það gæti hjálpað einhverjum vesa-
ling, sem er haldinn sama sjúkdómi
og ég . . . sem er að rotna innanfrár
ef svo mætti að orði komast.
— W. F."
Og þá kom mér dálítið í hug. Lið-
þjálfinn hafði sagt, að dauði Ferris
hefði ekki verið skýrður til fulls, að
það hefði ekki verið úr því skorið,
hvort um slys eða morð hefði verið
að ræða. Ef liðþjálfinn hefði nennt
að lesa handritið, hefði honum doEtið
þriðji möguleikinn í hug . . . Það gat
verið, að Ferris hefði farið út með
það eitt fyrir augum að láta varð-
manninn skjóta sig. Ef til vill hafa
þrjár orsakir samtvinnaðar valdið
dauða hans — slys, morð og sjáífs-
morð. Dauði hans virtist vera undir-
búinn á þann veg . . . Ef til vill vegna
eiginkonu hans og hinna óhamingju-
sömu barna . . .
Mér fannst handritið að minnsta
kosti þess virði, að það kæmi fyrir
almenningssjónir, og hérna er það.
Ég hef kallað það „Mr. Smith". Ef
til vill skiljið þér hvers vegna.
— L. B.
*
1 þetta skipti held ég að mér takist
það. Ég hef gert fjórar tilraunir, en
alltaf hefur einhver hindrun orðið á
vegi mínum, einskonar þoka eða
veggur eða eitthvað þessháttar. Ég
komst að vissu marki, en lengra
ekki. Þegar ég reyndi að festa til-