Úrval - 01.04.1952, Síða 92
90
■drval
Hvað er ástin? ÍCg veit það ekki.
Veizt þú hvað hún er? Ástin er svo
breytileg og hvikul. Stunöum finnst
mér, héma úti á eynni, að ég elski
jafnvel hundinn minn heima meira
en konu mína og börn. Stundum er
ég að velta þvi fyrir mér, hvað af
heimilisfólkinu ég vildi helzt hafa
hérna mér til afþreyingar. Oftast
verður svarið: „Auðvitað hann
Sandy, hundinn minn. Auðvitað!"
Ef til vill stafar þetta af því, að
hann var svo hændur að mér og
auðsýndi mér svo mikla lotningu.
Það einkennilega er, að mér finnst
ég vera nátengdari honum en konu
minni og börnum.
Hvernig stendur á þessu? Það er
eitt af því, sem ég er að reyna að
uppgötva með því að skrifa þetta?
Eg er að reyna að uppgötva, hvers-
vegna tvær manneskjur, sem fram
að giftingu lifðu góðu lífi, hafa
komið öllu í svo hörmulegt öng-
þveiti. Eg held að það hefði verið
skárra, ef við hefðum rifist hraust-
lega, ef ég hefði barið hana, eða ef
ég hefði skilið við hana. Með því
móti hefði hvort okkar fengið tæki-
færi til að byrja á nýjan leik, áður
en það var orðið of seint. Með
rifrildi, ofsa og ástríðu hefði okkur
ef til vill tekizt að sigrast á því,
sem lamaði okkur og skildi okkur
að. Á þann hátt hefði ég getað vak-
ið eitthvað í henni, sem að lokum
hefði sameinað okkur, þannig að
við hefðum mátt njóta hvors ann-
ars. Það var það sem hún þráði
mest af öllu, hlutverkið, sem hún
sífellt var að leika, en kom þó í
veg fyrir með hverri hugsun sinni
og athöfn. Það kom aldrei fyrir,
jafnvel ekki í eina sekúndu, í öllu
samlífi okkar.
Samlíf okkar byrjaði vel. Við
giftumst, af þvi að það var „eðli-
legt“, ef svo mætti segja. Hvað mig
snerti, þá var ég hraustur, ungur
maður og Enid ung og blómleg
stúlka. Foreldrar okkar beggja voru
ánægðir með ráðahaginn. Við ætluð-
um að byrja búskapinn í litlu, en
skrautlegu húsi. Ég átti að taka við
ágætu fyrirtæki og hún átti von á
talsverðum arfi, ef allt færi að von-
um. Ég lauk háskólanámi tveim ár-
um á undan henni.
Brúðkaup okkar var viðhafnar-
mikið eins og vera bar, þegar tvær
helztu fjölskyldur borgarinnar áttu
í hlut.
Að loknu brúðkaupinu ókum við
til Kentucky, því að þar ætluöum við
að vera um nóttina, og mestan hluta
leiðarinnar var Enid að tala um hve
brúökaupið hefði tekizt vel, hve brúð-
armeyjarnar hefðu verið fallegar í
kjólimum, sem hún sjálf hafði snið-
ið, hve kennd Mary Everly hefði orð-
ið af kampavíninu og svo framvegis,
eins og ekkert hefði skeð, sem myndi
breyta okkur báðum, færa ok'kur
harningju eða þjáningu, eins og hið
stórkostlegasta, sem hent getur ívær
manneskjur, hefði alls ekki skeð.
Það var engu likara en að við værum
að koma af sveitaballi, i stað þess
að hafa verið að halda brúðkaup
okkar. Brátt myndi ég stöðva bíl-
inn fyrir framan húsið hennar, fara
inn með henni og sitja þar drykk-
langa stund. Síðan myndi ég halda
áfram heim.
Ronnie fæddist þrem árum eftir
að við giftumst og Esther tveim ár-
um seinna. Það var ekki gert af
ásettu ráði að haga þessu þannig. Það
fór bara svona, og svo eignuðumst
við ekki fleiri börn, af því að Enid
veiktist, þegar hún átti Esther. Það
hefði áreiðanlega verið hægt að lækna
kvillann, en hvorugt okkar hirti um
að gera neitt í málinu. Ég veit ekki,
hvort Enid hefði kært sig um að
eiga fleiri börn, og ég veit ekki held-
ur, hvort mig langaði til þess. Ég
býst við, að Enid hafi þótt hæfilegt
að börnin væru tvö. Tveggja barna
f jölskyldan var í hennar augum fyrir-
myndarfjölskyldan.
Þegar Ronnie var orðinn fjórtán
ára og Esther tólf (það var rétt
áður en ég fór i herinn), voru þau