Úrval - 01.04.1952, Side 94

Úrval - 01.04.1952, Side 94
92 ÚRVAL ani? Það gat alveg eins verið einn af eyjarskeggjum." „Ég þekki þá,“ sagði Hómer. „Ég sá fullt af þeim í Malayka, þegar komið var með þá þangað sem fanga — þessa stuttu, hjólbeinóttu, gulu djöfla. Þeir hafa ekki sama litarhátt og ekki sama vaxtarlag og eyjar- skeggjar. Þeir hafa stutta og digra fætur, en eyjarskeggjar langa og mjóa.“ Liðþjálfinn leit á mig. „Jæja, hvað eigum við að gera?“ En áður en eg gat svarað, sneri hann sér að Hómer: „Hæfðir þú hann, þegar þú skauzt?“ „Ég heid það,“ sagði Hómer. „Hann rak upp óp um leið og hann hvarf inn í þykknið. Það var alveg eins og ég hefði skotið kanínu." Svo kom A1 með Meyer. Litli, dökki náunginn var varla vaknaður og sagði ekki orð. Hann kom bara inn og glápti á okkur. Þetta var skrítin samkunda. Liðþjálfinn sneri sér að Hómer. „Það er bezt þú farir aftur út og standir vörð. Það bætir ekki úr skák, ef við lofum þeim að kasta hand- sprengjum inn um gluggann." Hómer svaraði ekki strax, en skyndilega teygði hann fram neðri skoltinn. Svo sagði hann: „Ég fer ekki fet út til þess að láta þessa bölvaða japana skjóta mig.“ Liðþjálfinn færði sig ósjálfrátt nær honum, eins og hann ætlaði sér að taka duglega í lurginn á honum. Ég sagði: „Bíðið andartak. Það er bezt að þið farið allir þrír — þú, A1 og Meyer. Þið getið sofið út á morgun. Liðþjálfinn og ég verðum að gera einhverja hernaðaráætlun." Ég sneri mér að hinum tveim: „Farið nú, pilt- ar. Hafið augim opin. Forðist skugg- ann af skóginum og notið ekki vasa- ljósin, nema ef þið viljið láta skjóta ykkur .... og skjótið ekki hver ann- an." Mennimir þrír fóru út. Þegar þeir voru farnir, sneri lið- þjálfinn sér að mér og sagði: „Hvað heldur þú um Hómer?" Ég glotti. „Hvað heldur þú?" „Ég veit ekki." „Það hefur ef til vill ekki verið nema einn japani, og kannski Hómer hafi hæft hann.“ „Mér finnst hvorugt trúlegt," sagði liðþjálfinn. „Hvað eigum við að gera?" Hann settist á kassa og sagði: „Ég býst við að við verðum að hafa augun opin og gera einhverjar ráð- stafanir til að auka varðgæzluna." „Þeir eru ekki nema þrir," sagði hann, „svo að það verður enginn hægðarleikur. Ég ætla að standa vörð sjálfur I þrjár eða fjórar næt- ur. Það er óhugsandi, að við getum hrakið japanana út úr frumskógin- um. Heil herdeild gæti það ekki.“ Við þögðum góða stund og þá kom mér allt í einu ágætt ráð i hug. „Ég skal segja þér, liðþjálfi, hvað við eigum að gera. Við getum fætt þá.“ „Hvað áttu við .... fætt þá?" „Við gætum skilið eftir einhver matvæli hérna fyrir utan á hverju kvöldi, svo að þeir gætu sótt þau.“ Hann leit forviða á mig. „Það væri ekki samkvæmt herreglunum — að fæða óvinina. Nei, það væri ekki samkvæmt reglunum." Ég brosti. „Hvort vilt þú heldur — gefa þeim að éta eða láta þá drepa okkur einn af öðrum? Við getum látið nokkrar dósir út á hverju kvöldi. Látum þá bara sækja þær. Ef til vill hafa þeir engar byssur. Ef þeir hafa synt hingað, eru allar líkur til að þeir séu óvopnaðir. En kannski hafa þeir vopn. Og hungr- aður maður er hættulegur. Ef við gefum þeim að éta, láta þeir okkur sennilega í friði." Liðþjálfinn klóraði sér í höfðinu. „Einhvern veginn finnst mér þetta ekki rétt — að hjálpa óvinunum." „Hvað um það,“ sagði ég, „við gerum það samt. Ég ætla ekki að láta drepa mig eða ykkur vegna þess eins, að það er á móti herreglunum að gefa nokkrum hungruðum japön- um að éta. Við skulum að minnsta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.