Úrval - 01.04.1952, Síða 95

Úrval - 01.04.1952, Síða 95
MR. SMITH 93 kosti sjá hver árangurinn verður. Ef til vill gefast þeir upp og þá getura við látið þá vinna í eldhúsinu.“ Nú hvarf áhyggjusvipurinn af stóra, rauða andlitinu á liðþjálfan- um. Hann brosti meira að segja. „Það er nokkuð til i þessu. Ekki svo fráleitt." ,,Á morgun," sagði ég, „skaltu láta piltana slétta sandinn svo sem tíu fet út frá birgðaskemmunum og segðu þeim að ganga ekki þar um. Ef við sjáum einhver spor, þá get- um við komizt að raun um, hvort það eru japanar eða ekki. Ef til vill eru það bara eyjarskeggjar." Hugmyndin átti vel við leynilög- reglusögusmekk hans. „Þetta er þjóð- ráð!“ sagði hann. „Þetta er ágætt. Róbínson Krúsó." Ég gekk til dyranna. „Ég ætla að fara út og svipast um, og svo fer ég að hátta. Það er vissara að líta eftir piltunum til morguns, en eftir nokkr- ar nætur hugsa ég að okkur sé óhætt að taka aftur upp eins manns vaktir. Og áður en dimmir annað kvöld, skaltu setja út nokkrar dósir af mat- vælum .... Þú skalt velja þær — baunir, maís og súpu. Því betri sem maturinn er, þeim mun meiri líkur eru til að þeir láti okkur i friði." Hann var nú orðinn stórhrifinn af hugmyndinni og brosti að henni. „Það væri liklega bezt að láta dósalykil fylgja." Það var aftur farið að rigna. Ég kom að hermönnunum, þar sem þeir stóðu þrir saman. Allt var kyrrt, og ég sagði við Hómer: „Mig langar að tala við þig andar- tak. Þið getið haldið áfram varð- gæzlunni." Þeir fóru og skildu Hómer einan eftir. „Þú veizt, hvað þú gerðir, Hómer?" „Nei, hvað?“ „Þú neitaðir að hlýða skipunum og þú veizt, hvaða refsing liggur við því. Þú gætir fengið margra ára fang- elsi fyrir það, eða jafnvel verið skot- inn." „Mig varðar fjandann ekkert um það!“ sagði hann skyndilega og jafn- skyndilega blossaði reiðin upp í mér. „Jæja, svo að þú heldur það,“ sagði ég. „Nú ætla ég að segja þér dálitið. Ef ég kærði mig um, gæti ég sett þig inn upp á vatn og brauð og hald- ið þér sem fanga, þangað til ein- hver kæmi til að sækja þig, svo að þú yrðir dreginn fyrir lög og dóm. Þú ert fantur og raggeit. Satt að segja ertu versta skepna, sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Hefur þú nokk- uð að segja þér til varnar?" „Ég ætla ekki að láta drepa mig, til þess að bjarga ykkur. Það er það, sem ykkur langar alla til — að láta drepa mig, svo að þið losnið við mig. Ég er alltaf látinn gera verstu skit- verkin." Ég sá, að það þýddi ekki að halda þessu áfram. Það hafði engin áhrif. „Ég ætla ekki að setja þig inn,“ sagði ég, „og ég ætla ekki að senda kæru á þig. Nú er það þitt, að hegða þér eins og maður. Er það i lagi?" Ht úr myrkrinu var svarað: „Það er í lagi,“ en svarið var þrimgið hatri og gremju. Ég beið þangað til Hómer var far- inn á vakt og gekk svo heim að trof- anum minum. Á leiðinni mætti ég liðþjálfanum. „Það virðist allt vera rólegt," sagði ég. „Ég held að ekkert sé að óttast sem stendur .... eink- um ef Hómer hefur drepið japanann." „Það hefur hann ekki gert," sagði liðþjálfinn. „Hann getur aldrei sagt satt. Ef hann verður hræddur, skýt- ur hann eitthvað út í loftið. Ég er hræddari við byssuna i hans hönd- um en við japanana. Farið þér nú að hátta, höfuðsmaður. Ég verð á vakt." Ath.: Japanamir eru fleiri. I morg- un voru dósirnar horfnar og í sand- inum voru spor eftir nakta fætur. Það voru ekki spor eftir eyjarskeggja, heldur greinilega eftir japanska fæt- ur: stutt, breið og flöt og minni' en okkar. Veslingamir hljóta að vera aðframkomnir af sulti, að þeir skuli hætta þannig lifi sínu. Hið eina sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.