Úrval - 01.04.1952, Qupperneq 95
MR. SMITH
93
kosti sjá hver árangurinn verður.
Ef til vill gefast þeir upp og þá
getura við látið þá vinna í eldhúsinu.“
Nú hvarf áhyggjusvipurinn af
stóra, rauða andlitinu á liðþjálfan-
um. Hann brosti meira að segja.
„Það er nokkuð til i þessu. Ekki svo
fráleitt."
,,Á morgun," sagði ég, „skaltu láta
piltana slétta sandinn svo sem tíu
fet út frá birgðaskemmunum og
segðu þeim að ganga ekki þar um.
Ef við sjáum einhver spor, þá get-
um við komizt að raun um, hvort
það eru japanar eða ekki. Ef til vill
eru það bara eyjarskeggjar."
Hugmyndin átti vel við leynilög-
reglusögusmekk hans. „Þetta er þjóð-
ráð!“ sagði hann. „Þetta er ágætt.
Róbínson Krúsó."
Ég gekk til dyranna. „Ég ætla að
fara út og svipast um, og svo fer ég
að hátta. Það er vissara að líta eftir
piltunum til morguns, en eftir nokkr-
ar nætur hugsa ég að okkur sé óhætt
að taka aftur upp eins manns vaktir.
Og áður en dimmir annað kvöld,
skaltu setja út nokkrar dósir af mat-
vælum .... Þú skalt velja þær —
baunir, maís og súpu. Því betri sem
maturinn er, þeim mun meiri líkur
eru til að þeir láti okkur i friði."
Hann var nú orðinn stórhrifinn af
hugmyndinni og brosti að henni. „Það
væri liklega bezt að láta dósalykil
fylgja."
Það var aftur farið að rigna. Ég
kom að hermönnunum, þar sem þeir
stóðu þrir saman. Allt var kyrrt, og
ég sagði við Hómer:
„Mig langar að tala við þig andar-
tak. Þið getið haldið áfram varð-
gæzlunni."
Þeir fóru og skildu Hómer einan
eftir.
„Þú veizt, hvað þú gerðir, Hómer?"
„Nei, hvað?“
„Þú neitaðir að hlýða skipunum
og þú veizt, hvaða refsing liggur við
því. Þú gætir fengið margra ára fang-
elsi fyrir það, eða jafnvel verið skot-
inn."
„Mig varðar fjandann ekkert um
það!“ sagði hann skyndilega og jafn-
skyndilega blossaði reiðin upp í mér.
„Jæja, svo að þú heldur það,“ sagði
ég. „Nú ætla ég að segja þér dálitið.
Ef ég kærði mig um, gæti ég sett
þig inn upp á vatn og brauð og hald-
ið þér sem fanga, þangað til ein-
hver kæmi til að sækja þig, svo að
þú yrðir dreginn fyrir lög og dóm.
Þú ert fantur og raggeit. Satt að
segja ertu versta skepna, sem ég hef
fyrirhitt á lífsleiðinni. Hefur þú nokk-
uð að segja þér til varnar?"
„Ég ætla ekki að láta drepa mig,
til þess að bjarga ykkur. Það er það,
sem ykkur langar alla til — að láta
drepa mig, svo að þið losnið við mig.
Ég er alltaf látinn gera verstu skit-
verkin."
Ég sá, að það þýddi ekki að halda
þessu áfram. Það hafði engin áhrif.
„Ég ætla ekki að setja þig inn,“
sagði ég, „og ég ætla ekki að senda
kæru á þig. Nú er það þitt, að hegða
þér eins og maður. Er það i lagi?"
Ht úr myrkrinu var svarað: „Það
er í lagi,“ en svarið var þrimgið hatri
og gremju.
Ég beið þangað til Hómer var far-
inn á vakt og gekk svo heim að trof-
anum minum. Á leiðinni mætti ég
liðþjálfanum. „Það virðist allt vera
rólegt," sagði ég. „Ég held að ekkert
sé að óttast sem stendur .... eink-
um ef Hómer hefur drepið japanann."
„Það hefur hann ekki gert," sagði
liðþjálfinn. „Hann getur aldrei sagt
satt. Ef hann verður hræddur, skýt-
ur hann eitthvað út í loftið. Ég er
hræddari við byssuna i hans hönd-
um en við japanana. Farið þér nú að
hátta, höfuðsmaður. Ég verð á vakt."
Ath.: Japanamir eru fleiri. I morg-
un voru dósirnar horfnar og í sand-
inum voru spor eftir nakta fætur.
Það voru ekki spor eftir eyjarskeggja,
heldur greinilega eftir japanska fæt-
ur: stutt, breið og flöt og minni' en
okkar. Veslingamir hljóta að vera
aðframkomnir af sulti, að þeir skuli
hætta þannig lifi sínu. Hið eina sem