Úrval - 01.04.1952, Page 98

Úrval - 01.04.1952, Page 98
96 TjTR VAL upp aðeins tvö börn, Mary og faðir hennar. Afi minn, þýzki járnsmiðurinn, og faðir Mary höfðu verið vinir og báðir söngelskir. Meðan afi minn var á lífi fór ég nokkrum sinnum með honum þangað eftir kvöldmat. Húsgögnin voru stór, dökk og þung- lamaleg og þykk flauelstjöld fyrir gluggunum, frá gólfi til lofts. Stiga- handriðið var breitt og úr gljáandi, dökkum harðviði. Það var eitt af sorgarefnum æsku minnar, að ekk- ert barn skyldi vera þar svo að við gætum leikið okkur að því að renna okkur niður handriðið. Mary var þrem árum yngri en ég og auk þess stelpa, sem gerir allan mun á þess- um aldri, enda lékum við okkur aldrei saman. Eftir að afi dó kom ég ekki í hús- ið aftur fyrr en ég var um tvítugt, en það sumar gerði móðir Mary tvær veikburða tilraunir til að koma henni í nánari tengsl við unga fólk- ið i Crescent City. Hún hélt tvær veizlur og bauð þangað ungu fólki. En eftir það sumar missti móðirin heilsuna, og þegar Mary var 26 ára og hafði verið gift i tvö ár, dó móð- ir hennar. Eg hef rakið þessa forsögu til að skýra hversvegna við Mary kynnt- umst ekki þegar við vorum ung. Annars hefðum við kannski gifzt. Hg hefði kannski getað bjargað henni burt úr þessu stóra, rauna- lega húsi, frá sjúkri móður og frá hamingjusnauðu hjónabandi, og hún hefði kannski getað opnað mér þann heim sem hún opnaði mér mörgum árum seinna þegar við vorum bæði að komast á miðjan aldur. En ör- lögin höguðu því ekki svo. 1 aug- um piltanna í Crescent City var Mary óraunveruleg. Hún var eins og álaga- bundin konungsdóttir í turni. Milli hennar og þeirra var ekki aðeins það bil sem ólíkt uppeldi og lífshættir höfðu skapað, heldur og hinn geysi- mikli auður hennar. Fundum okkar bar aftur saman á hættulegum tíma í lifi mínu. Ég hafði að undanförnu lesið mikið, hafði ef svo mætti segja verið að vaxa inn- an frá, og hin eyðilega sambúð okk- ar Enid var að verða mér óbærileg. Og svo einn laugardag síðdegis ók ég fram á Mary á veginum utan við bæinn þar sem hún stóð hjá bíln- um sínum. Hjólbarði á framhjóli hafði sprungið og bíllinn runnið út í skurð og nú beið hún eftir því að einhver kæmi. Álengdar þekkti ég hana ekki, ef til vill af því að langt var síðan ég hafði séð hana og myndin sem ég hafði af henni i huganum ólík' því sem hún var nú. Ef ég hefði séð hana við öðruvísi aðstæður, t. d. mætt henni á götu, mundi ég hafa litið við og horft á eftir henni, ékki af því að hún væri falleg eða ung, heldur af því að það var eitthvað við hana er mundi hafa skírskotað til mín sem karlmanns. Það er ekki auðvelt að skýra hvað þetta var, það var slungið saman úr mörgum þáttum. Ef til vill var það sniðið á fötunum, sem var einfalt en þó fullkomið, ef til vill þó fyrst og fremst þóttafullt látbragð. Frá þess- um fullkomleika í klæðaburði og þóttafullu látbragðinu stafaði kulda, sem ég uppgötvaði seinna að var algerlega villandi, en jafnframt staf- aði frá henni ró og festu, eins og allt lyti öruggri stjóm hennar. Og ef til vill var það þetta, sem ég þráði mest af öllu þessa stundina. * 1 gærkvöldi skeði óheillaatburður. Hómer skaut japana. Allt hafði ver- ið með friði og spekt I nokkrar vik- ur. Japanamir hirtu á hverri nóttu matinn sem við létum út handa þeim. Þeir munu hafa skilið vopnahléð og verið fúsir til að halda það á með- an við hírðust allir á þessari guðsvol- uðu eyju. Eg vaknaði við skotið og ég kom fyrstur að japananum þar sem hann lá á grúfu i hvítum sand- inum í blóðpolli. Liðþjálfinn velti hon- um við og lýsti framan í hann. And- litið var eins og á litlum dreng.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.