Úrval - 01.04.1952, Page 100

Úrval - 01.04.1952, Page 100
98 •ORVAL J3g hafði ekki komið í húsið henn- ar í tuttugu ár og mig furðaði á því h.ve lítið það hafði breytzt. Það var eins og safngripur. Þegar við ókum gegnum hliðið sagði Mary: „Komdu inn og fáðu þér glas af víni.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði ég, stöðv- aði mótorinn og gekk á eftir henni inn í anddyrið. Þegar ég sá stóra hringstigann, greip mig gamla löng- unin til að renna mér niður handrið- ið og ég hafði orð á því. Mary hló og sagði: „Mig langaði stundum til þess, en ég hafði aldrei nein börn til að leika mér við, og það er ekk- ert gaman að renna sér ein." Svo hækkaði hún röddina: „Nicole! Nicole!" og ofan af lofti var svarað: Oui, cherie,“ og Mary kallaði aftur: „Það er kominn gestur. Komdu nið- ur!" Nicole var lítil, grannvaxin, þel- dökk kona, svarthærð, en með hvít- an lokk. Augun voru lítil og skær og hreyfingarnar hvikar og snöggar eins og hjá fugli. Hún gat verið 'fer- tug eða sextug; það var erfitt að geta sér til um aldur hennar. Mary sagði: „Þetta er Nicole Villon, góð vinkona mín." Nicole heilsaði mér með handa- bandi og sagði: „Gleður mig að kynn- ast yður, herra Perris." Hún bar nafn mitt fram með sterku blísturs- hljóði í endanum. Mary sagði: „Segðu Alexander að ég sé komin heim og biddu hann að koma með vín út á svalirnar .... og þakka þér fyrir." Þegar Nicole var farin, sagði Mary: „Hún er gömul vinkona mín. Stund- um ferðast hún með mér. Hún er af frönskum og rúmenskum ættum og bráðvel gefin. Hún skrifar í frönsk blöð." Þvl næst fór hún með mig út á svalirnar norðanmegin. Það höfðu verið reistar skjólhlífar og þak yfir þær og komið fyrir ljósum, bólstr- uðum hægindastólum. Frá svölunum var vltt útsýni yfir Crescent City. Eg hafði ekki fengið þessa yfirsýn yfir bæinn I tuttugu ár og mér kom á óvart hve mjög hann hafði breytt um svip á þessum tima. Það var ekki sami bærinn og í bernsku minni. Þessi bær, sem ég sá héðan af svöl- unum á húsi Mary, þessi bær sem ég hafði lifað í alla ævi mína var mér framandi. Það var ekki lengur bær heldur stórborg, sem við, íbúar henn- ar, réðum ekki lengur við. Hún þand- ist út, yfir ána og upp hæðirnar sem áður voru skógivaxnar, óx i broddinn en visnaði í rót. Sem snöggvast fannst mér ég skilja hversvegna Mary hafði varð- veitt þetta gamla hús óbreytt. Það var minnisvarði, safn, klettur, sem straumar meðalmennsku og smá- borgaraskapar höfðu leikið um og runnið framhjá. Allt í einu heyrði ég Mary segja: „Þú ert að hugsa um hve mikið bærinn hefur breytzt síðan við vor- um börn." Mér kom á óvart að fiún skyldi lesa þannig hugsanir mínar, en ég komst að því seinna að hún hafði sjaldgæfan hæfileika i þá 'átt. „Það er næstum ótrúlegt," sagði ég. „Ég hef aldrei tekið eftir þvi fyrr." i.Ég' fylgist betur með því, ég er svo mikið í burtu. Eg get varðveitt þennan stað óbreyttan, en ég get ekki ráðið við alla borgina." Allt í einu spurði ég: „Kanntu vel við þig hérna ?“ Hún brosti. „Eg veit það eiginlega ekki. Hg þarf ekki að segja þér af hverju ég kem hingað. Það hefur sín áhrif. Ef ég kæmi af sjálfsdáðum mundf ég sennilega kunna betur við mig . . . eða kannski kæmi ég þá alls ekki. Eg veit það ekki." Hún færði sig að borðinu þegar Nicole og þjónninn Alexander komu með glös, ís og vín í blöndu og fór að blanda vínið. Eg ætlaði að hjálpa henni, en hún sagði: „Nei, mér þyk- ir gaman að blemda sjálf handa gest- um mínum. Setztu niður og hvildu þig. Þú hefur víst ekki mörg tæki- færi til þess. Hér í Crescent City eru allir á sífelldum hlaupum."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.